Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum avókadó pasta salat gúrka tómatar dill
Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum

Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl.

PASTAPASTASALÖTSALÖT

.

Pastasalat með gúrkum og tómötum

ca 3 b soðið pasta, t.d. slaufur

500 g litlir tómatar, skornir í helminga

2 gúrkur, skornar í bita

1/2 b ólífur, skornar í helminga

(1/2 b feta ostur)

2-3 þroskuð avókadó, skorið í bita

2 msk ferskt dill

Dressing:

3/4 b ólífuolía

6 msk rauðvínsedik

2 tsk sykur

2 hvítlauksrif, saxað smátt

1 1/2 msk dill (ferskt)

1 1/2 msk oreganó

1/2 tsk salt

pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel.

Salat: Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið pastað ásamt tómötum, gúrkum, ólífum, feta og avókadó i´stóra skál og blandið dressingunni saman við.
Geymið í ísskáp í ca 3 klst.
Skreytið með dilli

PASTAPASTASALÖTSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.

Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR. Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.