Pastasalat með gúrkum og tómötum
Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl
Pastasalat með gúrkum og tómötum
ca 3 b soðið pasta, t.d. slaufur
500 g litlir tómatar, skornir í helminga
2 gúrkur, skornar í bita
1/2 b ólífur, skornar í helminga
(1/2 b feta ostur)
2-3 þroskuð avókadó, skorið í bita
2 msk ferskt dill
Dressing:
3/4 b ólífuolía
6 msk rauðvínsedik
2 tsk sykur
2 hvítlauksrif, saxað smátt
1 1/2 msk dill (ferskt)
1 1/2 msk oreganó
1/2 tsk salt
pipar
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel.
Salat: Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið pastað ásamt tómötum, gúrkum, ólífum, feta og avókadó i´stóra skál og blandið dressingunni saman við.
Geymið í ísskáp í ca 3 klst.
Skreytið með dilli