Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum avókadó pasta salat gúrka tómatar dill
Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum

Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl.

PASTAPASTASALÖTSALÖT

.

Pastasalat með gúrkum og tómötum

ca 3 b soðið pasta, t.d. slaufur

500 g litlir tómatar, skornir í helminga

2 gúrkur, skornar í bita

1/2 b ólífur, skornar í helminga

(1/2 b feta ostur)

2-3 þroskuð avókadó, skorið í bita

2 msk ferskt dill

Dressing:

3/4 b ólífuolía

6 msk rauðvínsedik

2 tsk sykur

2 hvítlauksrif, saxað smátt

1 1/2 msk dill (ferskt)

1 1/2 msk oreganó

1/2 tsk salt

pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel, mjög vel.

Salat: Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Hellið á sigti og skolið með köldu vatni. Setjið pastað ásamt tómötum, gúrkum, ólífum, feta og avókadó i´stóra skál og blandið dressingunni saman við.
Geymið í ísskáp í ca 3 klst.
Skreytið með dilli

PASTAPASTASALÖTSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn. Stundum heyrist að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring. Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

Apríkósuterta

Apríkósuterta

Apríkósuterta. Hér á bæ hefur skapast sú hefð að baka „páskatertuna“ og borða hana á páskadag. Það er bökuð ný terta fyrir hverja páska sem fær titilinn páskaterta ársins. Liturinn á tertunni í ár tónar vel við lit páskanna. Milt kanilbragðið fer vel með apríkósunum.

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....