Auglýsing
Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju hráterta raw cake fráfæði óbökuð kaka terta silkimjúk
Pinacolada hrákaka í Matarbúri Kaju

Pinacolada hrákaka

Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni – hvorki meira né minna. Karen tók höfðinglega á móti okkur, sýndi okkur búðina og sagði frá. Á staðnum var einnig blaðamaður frá Skessuhorni sem gerði heimsókninni skil í blaðinu. Endilega gerið ykkur ferð á Café Kaju á Akranesi, sjáið úrvalið í búðinni, fáið ykkur kaffi og gott kaffimeðlæti. Þið sjáið ekki eftir því. Terta dagsins þegar okkur bar að garði var Pinacolada hrákaka – silkimjúk og óskaplega bragðgóð.

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju ananas kókos raw food terta kaka
Pinacolada hrákaka

Pinacolada hrákaka

Botn

Auglýsing

1 b heslihnetur

1 b sólblóma fræ

1 b létt ristaðar kókosflögur

1/8 tsk salt – fleur de sel

20 döðlur mjúkar

Allt sett saman í blender eða matvinnsluvel, þar til það helst saman. Þrýst niður í form geymið í frysti á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

3 b kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst

1/2 b agave sírop

1/2 b pálmasykur

3 b kókoskjöt, má vera kókos flögur

1 b kókos vatn

1 1/2 b kókosolía VIGEAN…verður að vera bragðmikill olía brædd í vatnsbaði

2 b ananas

Kasjuhnetur, síróp, sykur, kókos og kókosvatn sett í blender og maukað að þar til það er silkimjúkt. Bætið kókosolíu út i. Skiptið fyllingu í tvennt. Setjið helming í blender og bætið ananas út í. Maukið áfram.
Síðan er þessum 2 fyllingum sett á botninn til skiptis og reynt að mynda munstur.  Sett í ísskáp yfir nótt áður en hún er skreytt.

Ofan á:

3 döðlur

50 g ananas

Setjið blender og maukið.

Skreyting:

Kókosflögur, ananasbitar og ananasmaukið.

þessi passar í ca 24cm form má alveg vera minna þá verður kakan bara hærri og flottari og að sjálfsögðu nota ég eingöngu lifrænt

FLEIRI HRÁTERTUR

Café Kaja Albert Karen kaja
Albert og Karen

Café Kaja matbúr

3 athugasemdir

  1. Þetta er hin girnilegasta uppskrift, en gaman væri að sjá verðútreikning á hráefninu sem í hana fer.

  2. Því miður veit ég ekki hvað hráefnið kostar. Veit það eitt að heilsa okkar er afar verðmæt. Því ættu allir að leggja sig fram um að borða hollan mat sem oftast. Við erum það sem við borðum. Ef maturinn er „lélegur” eru meiri líkur á ýmsum áunnum sjúkdómum (oft nefndir menningarsjúkdómar)

    • Það blandast engum hugur um að heilsan skiptir miklu – og auðvitað hvað við borðum, það er ekki efast um það. En það hafa ekki allir efni á að kaupa góða matinn, því miður. Þessi uppskrift kallar á nokkra þúsundkalla sýnist mér…

Comments are closed.