Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju hráterta raw cake fráfæði óbökuð kaka terta silkimjúk
Pinacolada hrákaka í Matarbúri Kaju

Pinacolada hrákaka

Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni – hvorki meira né minna. Karen tók höfðinglega á móti okkur, sýndi okkur búðina og sagði frá. Á staðnum var einnig blaðamaður frá Skessuhorni sem gerði heimsókninni skil í blaðinu. Endilega gerið ykkur ferð á Café Kaju á Akranesi, sjáið úrvalið í búðinni, fáið ykkur kaffi og gott kaffimeðlæti. Þið sjáið ekki eftir því. Terta dagsins þegar okkur bar að garði var Pinacolada hrákaka – silkimjúk og óskaplega bragðgóð.

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju ananas kókos raw food terta kaka
Pinacolada hrákaka

Pinacolada hrákaka

Botn

1 b heslihnetur

1 b sólblóma fræ

1 b létt ristaðar kókosflögur

1/8 tsk salt – fleur de sel

20 döðlur mjúkar

Allt sett saman í blender eða matvinnsluvel, þar til það helst saman. Þrýst niður í form geymið í frysti á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

3 b kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst

1/2 b agave sírop

1/2 b pálmasykur

3 b kókoskjöt, má vera kókos flögur

1 b kókos vatn

1 1/2 b kókosolía VIGEAN…verður að vera bragðmikill olía brædd í vatnsbaði

2 b ananas

Kasjuhnetur, síróp, sykur, kókos og kókosvatn sett í blender og maukað að þar til það er silkimjúkt. Bætið kókosolíu út i. Skiptið fyllingu í tvennt. Setjið helming í blender og bætið ananas út í. Maukið áfram.
Síðan er þessum 2 fyllingum sett á botninn til skiptis og reynt að mynda munstur.  Sett í ísskáp yfir nótt áður en hún er skreytt.

Ofan á:

3 döðlur

50 g ananas

Setjið blender og maukið.

Skreyting:

Kókosflögur, ananasbitar og ananasmaukið.

þessi passar í ca 24cm form má alveg vera minna þá verður kakan bara hærri og flottari og að sjálfsögðu nota ég eingöngu lifrænt

FLEIRI HRÁTERTUR

Café Kaja Albert Karen kaja
Albert og Karen

Café Kaja matbúr

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.