Hitastig borðvína

KARAFLA æskilegt hitastig borðvína. Rauðvín hvítvín stofuhiti kælt vín Vín kjörhiti sem geyma á lengi þarf svalan, rakan og dimman stað raki birta kjallari vínkjallari léttvín hvernig á að geyma léttvín eftir opnun
Það er ágæt regla sem er gott að venja sig á er að lykta af tappanum þegar flaskan er opnuð til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með vínið.

Hitastig borðvína

Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 – 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 – 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Vín sem geyma á lengi þarf svalan, rakan og dimman stað – þess vegna eru kjallarar oft notaðir til þess. Helstu óvinir vínsins eru birta, of hátt hitastig, hitabreytingar og of þurrt loft.

Það er einhver misskilningur að öll vín batni við geymslu. Flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér í ein 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Vín ætti ávallt að geymast á dimmum stað því talið er að ljós geti haft skaðleg áhrif á litarefni og gæði víns. Þess vegna eru vínflöskur litaðar til að draga úr áhrifum ljóss. Kampavín og freyðivín eru sérstaklega viðkvæm fyrir ljósi. 

Áður en rauðvín er drukkið er gott að opna flöskuna nokkru áður en hella skal í glas eða þá að umhella í karöflu. Þetta er gert til þess að vínið fái súrefni og mildist áður en það er drukkið. Því eldra sem vínið er því þroskaðra er það sem þýðir meira botnfall er í flöskunni. Þá þarf að hella víninu rólega  í karöfluna til að róta ekki upp botnfallinu, því enginn vill fá það grugg í glasið sitt. Ef vínið er ungt þá er ekkert sem bannar það að hella megi aftur í flöskuna ef fólk vill bera það fram þannig. Umhelling á hvítvíni er ekki eins mikilvæg því þau eru oftast drukkin frekar ung. Það er ágæt regla sem er gott að venja sig á er að lykta af tappanum þegar flaskan er opnuð til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með vínið.

LÉTTVÍNFREYÐIVÍNSKÁLAÐBORÐSIÐIRBJÓR  —

— HITASTIG BORÐVÍNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)