Tante Anne – Det er dejligt

lagkaka lagkökur lagtertur tante Anne, Lita, Haraldur Sigurðsson, Lita Bohn Ipsen Sigurðsson Lita Sigurðsson Det er dejligt læknir, Lita Bohn Ipsen Sigurðsson, læknishjón, læknishús, Birna Sigurðardóttir, Fáskrúðsfjörður blað franskra daga franskir dagar læknisfrú pestamóferð 1940 læknir á fáskrúðsfirði danmörk danskur matur lagkaka glassúr
Birna Sigurðardóttir með Tante Anne

Tante Anne

Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.

Margar eftirminnilegar sögur eru til af læknishjónunum eins og sjá má í greininni hér að neðan. Eftir kvöldmat fékk hún sér eina sígarettu og stundum púrtvínsglas og það var einungis drukkið eitt glas, hvorki meira né minna. Þá sagði hún alltaf: ,,Det er dejligt…“

GLASSÚRFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGADANMÖRK — FRANSKIR DAGARLAGKAKA

🇩🇰

Tante Anne

190 g púðursykur

100 g smjör (smjörlíki)

2 egg

250 g hveiti

1 tsk. matarsódi

1 tsk. kanill

1 1/2 dl mjólk

Smyrjið deigi á ofnplötu (smjörpappír undir)
Bakið við 175 °C í 15 mín.

Látið kökuna kólna og skerið í þrennt.
Setjið hefðbundið smjörkrem á milli laga.

Glassúr
5 msk. smjör (smjörlíki)

5 msk. flórsykur

5 msk. kakó

5 msk. rjómi

Setjið allt í pott, hrærið og hitið að suðu.
Smyrjið glassúr á alla kökuna og stráið rönd af kökuskrauti ofan á.

#2017Gestabloggari13/52

.

Tante Anne – Det er dejligt
Tante Anne – Det er dejligt
Tante Anne – Det er dejligt
Greinin sem Birna skrifaði um Litu ömmu sína og birtist í blaði Franskra daga
Greinin sem Birna skrifaði um Litu ömmu sína og birtist í blaði Franskra daga

Lita Gunnar og Haraldur Sigurðsson

🇩🇰

GLASSÚRFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGADANMÖRK — FRANSKIR DAGARLAGKAKA

— TANTE ANNE —

🇩🇰

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017. Út er kominn kökubæklingur Nóa Síríus, sá tuttuguasti í röðinni. Mér hlotnaðist sá heiður að sjá um hann í ár. Það er bæði vandasamt og mikil áskorun að undirbúa bækling sem fer svo víða og stór hluti þjóðarinnar safnar og notar ár eftir ár. Fjölmargir lögðu hönd á plóg, gáfu góð ráð, smökkuðu og annað slíkt - kann ég öllum mínar bestu þakkir. Til að auka fjölbreytnina enn frekar var haldin uppskriftasamkeppni, úr mörgum uppskriftum voru þrjár valdar og fá sigurvegararnir góðgætiskörfur frá Nóa Síríus.

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Omnom – íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli

Omnom

Omnom - íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli Það er vinsælt að fara í súkkulaðikynningu í Omnom. Það er áhugavert fyrir súkkulaðinörda og líka venjulegt fólk. Þar er lögð svo mikil alúð í framleiðsluna að líkja má því við nostur afburða rauðvínsframleiðenda