Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa
Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa, ganga eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

.

KÍNÓASÚPURVEGAN

.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa

1 laukur
2 msk olía
1 sæt kartafla skorin í bita (ca 3 bollar)
1 stórt spergilkálshöfuð, skorið í bita (ca 2 bollar)
1 ds niðursoðnar kjúklingabaunir, soðinu hellt af og þær skolaðar
1 ds niðursoðnir tómatar í bitum
2 ds kókosmjólk
1/3 b kínóa
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 msk ferskur engifer, saxaður smátt
1 msk túrmerik
1 msk tamari sósa
1-2 tsk grænmetiskraftur
smá chili
1 1/2 b vatn
salt og pipar.
Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu í sæmilega stórum potti.

Bætið öllum hráefnum saman við og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst
eða þangað til sætu kartöflurnar eru meirar.

.

KÍNÓASÚPURVEGAN

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...

13 matartegundir sem gleðja verulega

13 matartegundir sem gleðja verulega. Hver kannast ekki við að súkkulaði og jarðarber geri okkur ánægð? Veit nú ekki hvort þetta er vísindaleg úttekt á þrettán matartegundum sem gera okkur glaðari. Er ekki best að hver dæmi fyrir sig.