Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa
Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa, ganga eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

.

KÍNÓASÚPURVEGAN

.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa

1 laukur
2 msk olía
1 sæt kartafla skorin í bita (ca 3 bollar)
1 stórt spergilkálshöfuð, skorið í bita (ca 2 bollar)
1 ds niðursoðnar kjúklingabaunir, soðinu hellt af og þær skolaðar
1 ds niðursoðnir tómatar í bitum
2 ds kókosmjólk
1/3 b kínóa
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 msk ferskur engifer, saxaður smátt
1 msk túrmerik
1 msk tamari sósa
1-2 tsk grænmetiskraftur
smá chili
1 1/2 b vatn
salt og pipar.
Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu í sæmilega stórum potti.

Bætið öllum hráefnum saman við og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst
eða þangað til sætu kartöflurnar eru meirar.

.

KÍNÓASÚPURVEGAN

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum IMG_1536

Sítrónubaka með ferskum berjum. Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans - starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Ostakúla

Ostakúla. Við eigum það til að vanmeta einfaldleikann þegar matargerð er annars vegar. Ostakúlan er einföld, falleg og bragðgóð. Með henni má bera fram kex eða niðurskorið snittubrauð. Stundum er gott að vinna sér í haginn, ostakúlan er útbúin daginn áður en hún er borin á borð.