Essensia – veitingahús

Essensia - veitingahús Hverfisgata Hákon Már Örvarsson

Essensia – Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.

Essensia - veitingahús

Eftir gagngerar breytingar og andlitslyftingu er Hverfisgatan að verða ein helsta veitingahúsagata borgarinnar, þar spretta ekki aðeins upp hótel heldur einnig veitingastaðir af bestu gerð. Við fórum á Essensiu á tíunda degi frá opnun og þá var setið þar við öll borð.

Það er hlý ítölsk sunnangola sem leikur um Essensia neðst á Hverfisgötu, veitingastað með útsýni yfir Arnarhól, Hörpu og Esju. Hinn hæfileikaríki meistarakokkur Hákon Már Örvarsson er bæði hugmyndasmiður og yfirkokkur. Hákon Már er Bocuse d´Or verðlaunahafi og hefur starfað á nokkrum af bestu veitingastöðum landsins einnig á Michelin stað í Luxemborg. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila – stórfín hugmynd.

Essensia - veitingahús

Hér er alls ekki verið að finna upp hjólið í matargerðinni, aðeins góðir, mjög góðir ítalskir réttir á borðstólnum. Sérvalið, vandað hráefni og diskarnir alls ekki ofhlaðnir af hinu og þessu meðlæti eins og víða er algengt.

Réttirnir sem við smökkuðum voru öðrum betri og gaman að geta þess að pastað er útbúið á staðnum úr tveimur sérvöldum hveititegundum sem koma frá Ítalíu.

Allar innréttingar á Essensia koma frá Ítalíu sem og ólífuolían sem er sérmerkt staðnum og er frá litlu fjölskyldufyrirtæki á Ítalíu. Gott dæmi um það sem virðist vera lítið atriði, en skiptir miklu máli.

Essensia - veitingahús

Borðvínin eru einnig sérinnflutt fyrir Essensia frá Toscana. Þjóninn valdi fyrir okkur sitthvora tegundina af hvítvíni og rauðvíni. Vel valið og harmoneraði afar vel með matnum.

Smekkvísi, frjálslegt umhverfi og þægilegt í alla staði. Fallegur borðbúnaður, vel stífaðar servíettur og glansandi vel pússuð glös.

Þjónustan var afar þægileg, látlaus og til fyrirmyndar. Stundum kom Hákon sjálfur með matinn og þess á milli elskuleg stúlka sem hafið augu á hverjum fingri og sleppti því alveg að spyrja okkur sí og æ hvernig maturinn smakkaðist 😉  Enda alveg óþarfi

Essensia - veitingahús

Gulrófur, rauðrófur, Dijon, ricotta, appelsína og mynta

Essensia - veitingahús Caprese, tómatar, mozzarella, basil og balsamik

Caprese, tómatar, mozzarella, basil og balsamik

Essensia Nautalund carpaccio, parmesan, karsi og sítróna

Nautalund carpaccio, parmesan, karsi og sítróna

Essensia Crostini með heitreyktum laxi, laxahrognum, sýrðum rjóma og appelsínuberki

Crostini með heitreyktum laxi, laxahrognum, sýrðum rjóma og appelsínuberki

Essensia Salumi/Formaggio. Skinkur, salami, ostar, mostarda og grilluð brauð

Salumi/Formaggio. Skinkur, salami, ostar, mostarda og grilluð brauð

Essensia Margherita pitsa með tómötum, basil og mozzarella

Margherita pitsa með tómötum, basil og mozzarella

Essensia Spaghetti Marinera með parmesan

Spaghetti Marinera með parmesan

Essensia Krabba-linguine, hvítlaukur, skarlottulaukur, chili, steinselja og sítróna

Krabba-linguine, hvítlaukur, skarlottulaukur, chili, steinselja og sítróna

Essensia Arancini risotto-bollur og marinarasósa

Arancini risotto-bollur og marinarasósa

Essensia  Kálfafille Milanese, pólenta, klettasalat, kirsuberjatómatar, parmesanostur og sítróna Essensia  Kálfafille Milanese, pólenta, klettasalat, kirsuberjatómatar, parmesanostur og sítróna

 Kálfafille Milanese, pólenta, klettasalat, kirsuberjatómatar, parmesanostur og sítróna

Svo var komið að eftirréttunum, já á meðan ég man expressokaffið sem fylgdi þeim er mjög gott. Þegar kom að eftirréttunum varð ég eiginlega orðlaus af hrifningu. Svolítið erfitt að skrifa um eftirrétti og vara á sama tíma orðlaus… grín 🙂

Tiramisu Essensia. Það er alveg þess virði að gera sér ferð á Essensiu til að bragða á þessu góðgæti.

Tiramisu Essensia. Það er alveg þess virði að gera sér ferð á Essensiu til að bragða á þessu góðgæti.Essensia Tiramisu Essensia. Það er alveg þess virði að gera sér ferð á Essensiu til að bragða á þessu góðgæti.
Bombolini, djúpsteikt deigbolla með sítrus kardimommukremi. Bragðið minnti svolítið á kleinuhringi nema þetta var allt mun betra.

Essensia Praline semifreddo ís með appelsínu, myntu og hindberjasósu. Hin fullkomna samsetning.

Praline semifreddo ís með appelsínu, myntu og hindberjasósu. Hin fullkomna samsetning.

Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær kærkomin viðbót. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más.

Essensia dscf3709      Essensia dscf3730   Essensia dscf3744 Essensia dscf3748        Essensia dscf3774     Essensia dscf3788 Essensia Bragi Bergþórsson

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla