Paëlla

Paëlla hrísgrjón fiduea paeja kræklingur spánn spænskur matur spánskur matur paelluhrísgrjón
Paella

Paëlla

Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni. Vissulega er hvert heimili með sína uppskrift, en þetta er a.m.k. meðaltal af því sem við smökkuðum, þó að hlutföllin skipti ekki miklu máli og það er um að gera að nota alls konar sjávarfang eftir smekk og þori, en mjög mikið er hægt að fá í Kolaportinu. Notalegur matur.

SPÁNNPAELLAFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Paëlla (borið fram paeja)

10 kræklingar
saffran
10 smokkfiskar
2 kjúklingalæri
ólívuolía
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar
10-20 kokteilpylsur
2 cm chorizo pylsur saxaðar (eða pepperoni)
1-2 tómatar afhýddir í sjóðandi vatni, skornir í teninga
1 l kjúklingasoð
350 g hrísgrjón
1 lárviðarlauf
pipar og salt
6 risarækjur, soðnar
¼ sítróna

Þvoið og hreinsið kræklinginn og setjið í ½ b sjóðandi vatn, þar til skeljarnar hafa opnað sig. Hendið þeim sem opna sig ekki.
Sigtið kræklinginn frá og setjið saffran út í soðið. Hellið út í það 8 dl sjóðandi vatni með 1 kjúklingateningi og 1 fiskteningi.
Saxið lauk og hvítlauk.
Skerið smokkfisk og kjúkling í bita.
Steikið kjúkling við háan hita í örlítilli olíu, hellið lauk og hvítlauk út á, þá smokkfiski, pylsum, tómötum, kjúklinga- og kræklingasoði. Látið sjóða.
Hellið hrísgrjónum út í, látið malla í 20 mín. Bætið soði (eða hvítvíni ef það er til) við ef vantar.
Dreifið kræklingi, rækjum yfir, leggið álpappír yfir og sjóðið í 4-5 mín.
Skreytið með sítrónubitum.

 

SPÁNNPAELLAFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

— PAELLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Sumarlegt salat

Sumarlegt salat. Nú streymir ferskt íslenskt grænmeti á markaðinn og ég er alveg að missa mig. Það má nota hvaða græna grænmeti sem uppistöðu í þetta salat. Þegar þetta var útbúið var ég nýkominn úr Frú Laugu með spínat og grænkál sem varð að uppistöðu hjá mér.