Paëlla

Paëlla hrísgrjón fiduea paeja kræklingur spánn spænskur matur spánskur matur paelluhrísgrjón
Paella

Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni. Vissulega er hvert heimili með sína uppskrift, en þetta er a.m.k. meðaltal af því sem við smökkuðum, þó að hlutföllin skipti ekki miklu máli og það er um að gera að nota alls konar sjávarfang eftir smekk og þori, en mjög mikið er hægt að fá í Kolaportinu. Notalegur matur.

SPÁNNPAELLAFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Paëlla (borið fram paeja)

10 kræklingar
saffran
10 smokkfiskar
2 kjúklingalæri
ólívuolía
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar
10-20 kokteilpylsur
2 cm chorizo pylsur saxaðar (eða pepperoni)
1-2 tómatar afhýddir í sjóðandi vatni, skornir í teninga
1 l kjúklingasoð
350 g hrísgrjón
1 lárviðarlauf
pipar og salt
6 risarækjur, soðnar
¼ sítróna

Þvoið og hreinsið kræklinginn og setjið í ½ b sjóðandi vatn, þar til skeljarnar hafa opnað sig. Hendið þeim sem opna sig ekki.
Sigtið kræklinginn frá og setjið saffran út í soðið. Hellið út í það 8 dl sjóðandi vatni með 1 kjúklingateningi og 1 fiskteningi.
Saxið lauk og hvítlauk.
Skerið smokkfisk og kjúkling í bita.
Steikið kjúkling við háan hita í örlítilli olíu, hellið lauk og hvítlauk út á, þá smokkfiski, pylsum, tómötum, kjúklinga- og kræklingasoði. Látið sjóða.
Hellið hrísgrjónum út í, látið malla í 20 mín. Bætið soði (eða hvítvíni ef það er til) við ef vantar.
Dreifið kræklingi, rækjum yfir, leggið álpappír yfir og sjóðið í 4-5 mín.
Skreytið með sítrónubitum.

 

.

— PAELLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.