Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa (og DV var einu sinni). Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Hér er lögð áhersla á virðingu við náttúruna. Ef maður velur að taka matinn með sér, brotna umbúðirnar niður í náttúrunni. En það sem einkennir matreiðsluna er ferskt hráefni, allt eldað frá grunni, fallegt útlit og gæti verið borið fram á mörgum sinnum dýrari veitingastöðum. Þegar maður kíkir inn í pappírsumbúðirnar leynist gimsteinn!

Campus - kanilsnúðar

Hér fást ljúffengir vegan, þéttir kanilsnúðar (franskur bakari á staðnum(í röndóttum bol))

Campus - samloka
Vegan samloka með pestó, grillaðri papriku og eggaldini, rauðlauk og salati á súrdeigsbrauði – mmm

Campus - besti hummús á Íslandi

Ferskur hummus, útbúinn eftir kúnstarinnar reglum, hreinlega besti hummus á Íslandi – to die for – , og svo mætti lengi telja, að ógleymdum réttum dagsins.

Campus - kjúklingur og kúskús

Þegar við komum voru réttir dagsins dýrlegur ekta marokkóskur mildur kjúklingur með steiktum ávöxtum og möndlum, kúskús og brakandi salati á boðstólum (1790), ótrúleg gæði fyrir þetta verð, smakkaðist alls ekki eins og neitt „take-away“, heldur vorum við komnir á góðan marokkóskan veitingastað

Campus - súpa

Silllllkimjúk súpan, bragðmikil úr hvítum rótarávöxtum (sellerírót, blómkál, steinseljurót o.s.frv. með hvítlaukskeim) (1150), ….

Campus - samloka

Einnig fengum við túnfisksamloku, mjög bragðmikla, án þess að vera sterk með léttum chili keim, kartöflum, eggjum, ólívum og klettasalati á súrdeigsbrauði. Hægt er að fá hálfa samloku og hálfa súpu á verði samlokunnar. Fullkominn hádegisverður.

Campus - súrsaðar sítrónur campus

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.