Auglýsing
Salat með andakjöti andasteik ÖND ANDAKJÖT endur
Salat með andakjöti

Salat með andakjöti

Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur og þetta hálfa mangó er alveg toppurinn yfir i-ið. Já það er nú fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti. Mikið grænmeti – minna kjöt 🙂 eða þannig

ENDURSALÖT

.

Salat með andakjöti

1 steikt andalæri, skorið niður

1/3 isbergssalat, saxað gróft

1/2 agúrka, skornar í bita

2 gulrætur, rifnar

ca 1 dl saxað sellerý eða blaðlaukur

1/2 mangó, skorið í bita

5 litlir tómatar

3 linsoðin egg

safi úr 1/2 sítónru

2 msk góð olía

2 msk vatn

ca 2 msk balsamikedik

Blandið saman isbergssalatinu, gulrótum, sellerýi, mangó og tómötum. Blandið saman sítrónusafa, olíu og vatni og hellið yfir. Bætið andakjötinu saman við. hellið ediki yfir og skerið loks eggin í tvennt og setjið efst.

.

ENDURSALÖT

— SALAT MEÐ ANDAKJÖTI —

.

SaveSave

Auglýsing