Salat með andakjöti

Salat með andakjöti andasteik ÖND ANDAKJÖT endur
Salat með andakjöti

Salat með andakjöti

Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur og þetta hálfa mangó er alveg toppurinn yfir i-ið. Já það er nú fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti. Mikið grænmeti – minna kjöt 🙂 eða þannig

ENDURSALÖT

.

Salat með andakjöti

1 steikt andalæri, skorið niður

1/3 isbergssalat, saxað gróft

1/2 agúrka, skornar í bita

2 gulrætur, rifnar

ca 1 dl saxað sellerý eða blaðlaukur

1/2 mangó, skorið í bita

5 litlir tómatar

3 linsoðin egg

safi úr 1/2 sítónru

2 msk góð olía

2 msk vatn

ca 2 msk balsamikedik

Blandið saman isbergssalatinu, gulrótum, sellerýi, mangó og tómötum. Blandið saman sítrónusafa, olíu og vatni og hellið yfir. Bætið andakjötinu saman við. hellið ediki yfir og skerið loks eggin í tvennt og setjið efst.

.

ENDURSALÖT

— SALAT MEÐ ANDAKJÖTI —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.