Ætli megi ekki segja að lax, valhnetur, chiafræ og hörfræ séu bestu omega 3 gjafarnir. Þannig þarf ekki nema 114 g af soðnum laxi og 1/4 b af valhnetum til að líkaminn fái daglega nægju sína.
Lítið brot úr grein sem birtist í tímaritinu Eating Well
Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.
Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921