Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar

veitinga-og-kaffihus

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar. Með auknum straumi ferðamanna hefur veitinga- og kaffihúsum fjölgað mikið. Þá er metnaður og eldmóður veitingafólks til fyrirmyndar svo eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana.

Við höfum okkur til mikillar ánægju skrifað um nokkur veitinga- og kaffihús sem við höfum farið á síðustu mánuði. Hér eru þær umfjallanir sem mest hafa verið skoðaðar.

Endilega deilið svo fleiri fái notið

1 Pallett

Kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði

 

2 Campus 

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

 

3 Hótel Húsafell

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

 

4 Essensia

Essensia – veitingahús

 

5 Geiri Smart

Geiri Smart – veitingahús

 

6 Matarbúr Kaju

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum

Marokkoskur kjuklingur

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum. Í síðustu Frakklandsferð okkar fengum við okkur ekta tajinu eða tagínu, sem er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. En auðvitað er ekki nauðsynlegt að eiga svona græju, réttinn má elda í bakaraofni á lágum hita í tvær klst.

Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta. Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði.

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...