Borðið – veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið – veitingastaður og sælkeraverslun. Við Ægisíðu í vesturbænum reka vinahjónin Rakel Eva og Friðrik, Martina og Jón Helgi, bjartan hverfisveitingastað og sælkeraverslun. Á virkum dögum er boðið upp á hádegis- og kvöldmat, en um helgar bröns og kvöldmat. Að auki er alltaf hægt að nálgast rjúkandi kaffibolla og nýbakað bakkelsi á Borðinu, brakandi súrdeigsbrauð, álegg skorið eftir pöntun og stútfullar hillur af dásamlegum sælkeravörum frá Ítalíu, Bretlandi og Frakklandi. Borðið er skemmtileg blanda af veitingahúsi, kaffihúsi og sælkeraverslun. Þarna fást einnig handgerð ítölsk eldhúsáhöld úr ólívuviði.

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Breytt er um matseðil á Borðinu einu sinni í mánuði, enda eru margir fastakúnnar, sem annað hvort borða á staðnum eða taka matinn með sér heim og vilja því breyta til reglulega. Það er hauststemmning í nóvembermatseðlinum, dökkir tónar, sterk sósa með lambinu, bulgur með salatinu, allt vel útilátið, þannig að af einum rétti og eftirrétti verður maður þægilega saddur.
Allt var fallega framborið og heimilislegt.
Alltaf er hægt að fá grænmetisrétt og hollan rétt fyrir börnin. Þegar við komum voru fiskbollur á boðstólum fyrir þau.

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun
FISKUR DAGSINS: Gamalkunnur réttur, fiskur með remúlaði og kartöflum sem meðlæti, er færður í nýjan búning: Snjóhvítur og stinnur steinbítur með heimalöguðu remúlaði, kúskús, sinnepsfræjum, kúrbít, sölvum og dilli yfir. Heimilislegur og ljúfur réttur sem lét vel í munni.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

GRÆNMETISRÉTTUR.Grillað grasker (butternut squash) og undir því var kryddjurtakremað perlubygg, súrsaður rauðlaukur og sveppir, vel kryddað jógúrt, dill og ristaðar kasjúhnetur.
Reglulega góður, notalegur haustréttur, ég myndi koma og fá mér hann aftur. Karameliseringin gefur sætu, sultaði rauðlaukurinn og sveppirnir gefa léttsúrt bragð á móti og ristaða hnetubragðið rímar einkar vel við.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslunKJÖTRÉTTUR: Lambaskanki, lagður í daufan saltpækil yfir nótt og hægeldaður. Með honum voru steiktar kartöflur, kraftmikil portkonusósa (putanesca: laukur, tómatar, salvía o.fl.), svartar ólífur, laukur og steinselja.
Það er hlýlegt að koma inn úr svölu rökkrinu og fá sér þennan rétt, þetta er sannkallaður haustréttur, grunnurinn er dúnmjúkt kjötið með kartöflunum, en ítalskættuð sósan mjög bragðmikil, m.a. með reyktri papriku.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

SALAT: Matarmikið salat með bulgum, í því var alls konar grænmeti, ávextir, ristuð fræ, steiktir brauðteningar, rauðrófur. Heimalöguð rauðrófudressing.
Fjölbreytt og dugar vel sem aðalréttur.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Drykkir: Hægt er að taka með sér léttvín gegn vægu tappagjaldi, en vínveitingaleyfi er vonandi á leiðinni á næstu mánuðum.
Við fengum okkur ítalska drykki til að drekka með, bragðmikla og hressandi: Gingerino drykk sem kallaður er Festivo (óáfengur , eins og Spritz Aperol, minnir svolítið á létt Campari), límonaði og mandarínudrykk.

Á eftir fengum við gott espresso úr heitum, þykkum bollum og ljúffengum kökum: hindberjaböku (með sítrónu og möndlum), gulrótarköku og fáránlega góða hnetusmjörsköku eftir ameríska kokkinn. American luxury!

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Brönsinn. Á afmælisdegi Bergþórs og fengum undurgóðan mat og stórfínt kaffimeðlæti á eftir.

Grafinn og rifinn sjóurriði, amerísk skonsa, hægsoðið egg, sýrður rjómi, graslaukur og söl

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Bröns flatbaka, grillað brauð, rifin andalæri, marineruð epli, sinnepssósa, stökkur ísbúi og beikon.

Grilað súrdeigsbrauð, avocado, hummus og hægeldað egg.

Við báður þjónustustúlkuna að velja fyrir okkur með kaffinu sem hún og gerði og færði okkur með brosi á vör

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Súkkulaðitertu (Tall, dark & handsome). Það er alveg þess virði að gera sér ferð úr öðrum hverfum eða örðum sveitarfélögum til að bragða þessa tertu.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Graskersostaterta – litfögur og með léttu múskatkeim af botninum.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Snúðaterta með smjörkremi. Snúðatertan minnti mikið á þessa hérna, án rúsínanna. Mjög góð og stórfínt að hafa smjörkrem ofan á.

 

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslunBorðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun   Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun          Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun  Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun    Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun  Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Á Borðinu er hægt að fá á alla vörulínu Niasca Portofino á Ítalíu (að vínum og grappa undanskildum!). Gosdrykkir, frábærar tómatsósur og pestó, ólífur og pasta að ógleymdum jómfrúarólífuolíunum Splendido og Nazionale.

Frá Stringhetto fjölskyldunni í Legnano á Ítalíu koma alvöru ávaxtasultur,  stað sykurs og þykkingarefna á borð við pektín er aðeins notast við ávexina sjálfa og frúktósa. Til þess að þykkja sulturnar er einfaldlega notað meira af ávöxtum! Gæðahráefni, nýstárleg tækni og þrotlausar tilraunir skila sér í sultum sem eiga sér engar líkar. Súkkulaðiáleggin frá Stringhetto eru svo sér kapútúli út af fyrir sig!

Pottar, pönnur, eldföst mót og fleira frá Staub, sem hefur framleitt pottajárnsvörur í verksmiðju sinni í Alsace frá árinu 1974. Pottarnir og pönnurnar eru einstakt handverk. Níðþungt pottajárnið tryggir jafna hitadreifingu og óviðjafnanlega eldun á flestum mat. Coq au Vin, Boeuf Bourguignon, Osso Bucco, Pulled Pork hefur aldrei bragðast eins vel.

albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.