Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum – Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að viðurkenningunni komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri…. 🙂 Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig” – Jólaömmukaka með gamaldags ívafi” og „Það eru notalegheit sem fylgir henni”

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum 

1-2 dl síróp

150 g smjör við stofuhita

200 g púðursykur

50 g sykur

1 egg

2 tsk vanilludropar

350 g Kornaxhveiti

2 tsk maíssterkja

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

200 g Síríus suðusúkkulaði

150-200 g pekanhnetur

Setjið sírópið á stóra pönnu og hitið á lágum hita.
Skerið pekanhnetur í stóra bita og setjið í sírópið. Hrærið reglulega í hnetunum svo að þær brenni ekki við. Það tekur um 10 mínútur fyrir pekanhneturnar að verða tilbúnar, en það fer eftir eldavélum.
Leggið ristuðu pekanhneturnar til hliðar og látið kólna vel.
Hrærið smjörið og sykurinn saman þar til deigið er orðið ljóst og létt.
Bætið við eggi og vanilludropum og hrærið í um 1 mínútu.
Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið rólega saman við smjörblönduna. Passið að blanda þessu ekki of mikið saman því annars geta kökurnar orðið seigar.
Blandið hnetunum saman við.
Setjið deigið inn í ísskáp í ca. 1 klst.
Hnoðið litlar kúlur úr deiginu og setjið á pappírsklædda ofnskúffu.
Bakið við 180°C í ca. 10 mínútur.
Bræðið súkkulaðið og hjúpið kaldar kökurnar.
Best er að leyfa súkkulaðinu að kólna smá, en ef þú getur ekki beðið er alveg hægt að borða þær um leið.

Dómnefndin
Dómnefndin í smákökusamkeppni Kornax 2016: Eva Laufey Kjaran, Axel Þorsteinsson, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Albert Eiríksson.

 

Smákökusamkeppni Kornax
Sigurverarinn Kristín Arnórsdóttir lengst til hægri. Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja.

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref