Öndvegisveisla í Önundarfirði

Sigurður Oddur, Guðrún Hrafnhildur, Sigríður Júlía, Steinþór, Þórður Logi og Bergþór. Steinþór Bjarni Kristjánsson bóndi og skrifstofustjóri, af flestum eru þau betur þekkt sem Sigga Júlla og Dúi. Döðlukaka með heitri karamellusósu flateyri önundafjörður
Frá vinstri: Sigurður Oddur, Guðrún Hrafnhildur, Sigríður Júlía, Steinþór, Þórður Logi og Bergþór.

Öndvegisveisla í Önundarfirði

Á bænum Hjarðardal Ytri í Önundarfirði búa hjónin Sigríður Júlía Brynleifsdóttir skógfræðingur og Steinþór Bjarni Kristjánsson bóndi og skrifstofustjóri, af flestum eru þau betur þekkt sem Sigga Júlla og Dúi. Eins og algengt er um nútímabændur vinna þau bæði utan heimilis, en endunærast við daglega umönnun skepnanna. Í matinn var m.a. fiskur af ýmsu tagi frá Fisherman, en allt frá því fyrirtæki er fyrir matgæðinga.

ÖNUNDARFJÖRÐURLAXBLINISFISKURDÖÐLUTERTUR

.

Í forrétt fengum við reyktan og grafinn lax með með graflax- og sinnepssósu. Allt góðgætið er frá Fisherman á Suðureyri
Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús

Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús

Sparifiskurinn á heimilinu! Dúi sá þessa uppskrift í Mogganum snemma á þessari öld og sá strax að þetta væri eitthvað 😊

Steiktur fiskur

1 kg Fisherman þorskhnakkar
Veltið upp úr hveiti, steikið í smjöri og smá olíu á pönnu, setjið þá í ofn þar til það er eldað í gegn.

Sinnepskrem:
½ líter rjómi
4 msk Dijon sinnep
2 msk hlynssýróp
1 kjúklingateningur
Salt og pipar eftir smekk
Soðið niður um 1/3 við vægan hita

Kartöflumús:
5 bökunarkartöflur, bakaðar í ofni
3 msk brætt smjör,
5 hvítlauksrif
2 greinar ferskt rósmarín
1 tsk þurrkað timjan
Salt og pipar eftir smekk
Bakið kartöflurnar í ofni á hefðbundin hátt, smjör, hvítlaukur og krydd brædd saman og kartöflurnar stappaðar útí.

Döðlukaka með heitri karamellusósu

Döðlukaka með heitri karamellusósu

„Þessi kaka er alltaf mjög vinsæl hér á heimilinu og ég geri hana mjög gjarnan hvort sem er í kaffiboði eða sem eftirrétt. Í mörg ár hef ég boðið upp á hana á Þorláksmessu fyrir gesti og gangandi“, segir Sigga.

Kakan:
235 g döðlur
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
5 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 og 1/3 tsk lyftiduft

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín. Bætið matarsódanum saman við. Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í senn. Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við. Bætið lyftiduftinu út í, ásamt ¼ bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í. Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í. Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, vel með smjöri og setjið deigið í það. Hitið ofninn í 180°C og bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til miðjan er bökuð. Hvolfið kökunni á tertudisk og berið hana fram volga eða kalda með sósunni og léttþeyttum rjóma. Einnig má skreyta kökuna með döðlum, jarðarberjum eða valhnetum.

Karamellusósan:
120 g smjör
115 g púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Setjið allt hráefnið saman í pott og látið suðuna koma upp.

Reyktur og grafinn lax með með graflax- og sinnepssósu. Allt góðgætið er frá Fisherman á Suðureyri

.

ÖNUNDARFJÖRÐURLAXBLINISFISKURDÖÐLUTERTUR

— ÖNDVEGISVEISLA Í ÖNUNDARFIRÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu. Ef eitthvað er þá er auðveldara að vinna með spelthveiti í pitsudeigi en venjulegt hveiti. Pitsa dagsins var sem sé úr spelti og svo var hnoðað upp í deigið með hvítu hveiti. Pitsusósa ofan á, sveppir og gul paprika og þar ofan á rifinn ostur. Þegar pitsan kom úr ofninum var stráð yfir saxaðri steinselju og þrenningarfjólum. Óskaplega sumarlegt og gott

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur. Kjartan Smári og Hildigunnur buðu upp á afar hressandi kjúklingarétt í portúgölsku  Pálínu-matarboði. Í staðinn fyrir kjúklingavængi má nota aðra kjúklingabita. Eldunartíminn hér að neðan miðast við vængi.

Piparsveinar – verðlaunasmákökur

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.