
Hvítlauksolía
Hvítlauksolíu er auðvelt að útbúa sjálfur og ætti að vera til á hverju heimili. Uppskriftin er einföld, aðeins matarolía og hvítlaukur. Svo má ekki gleyma að hvítlaukur er meinhollur. Ef fólk vill er gott að setja örlítið chili og smá salt saman við.
— HVÍTLAUKUR — PITSA – PITSUSÓSA – PITSUDEIG — PASTA —
.
Hvítlauksolía
1 bolli góð matarolía
1 hvítlaukur
Setjið olíuna í krukku með loki, saxið hvítlaukinn, bætið honum saman við olíuna, lokið vel, hristið og geymið í 4-6 klst. Þá er hvítlauksolían tilbúin.
.
— HVÍTLAUKUR — PITSA – PITSUSÓSA – PITSUDEIG — PASTA —
.
Hæ Albert, vona að þú hafir það sem allra best!
Ég bjó til krydd olíu um daginn (hvítlaukur, rósmarí-grein, timían-grein) en hún myglaði hjá mér. Hvursu lengi geymirðu olíuna?
Við notum svo mikla hvítlauksolíu að hún endist hér aldrei nema í nokkra daga í ísskápnum
Comments are closed.