Snjódrífur með pistasíuhnetum – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016

Snjódrífur

Snjódrífur með pistasíuhnetum og sjávarsalti. 2. sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Þessar dásamlega góðu og fallegu snjódrífur heilluðu dómnefndana og lentu í öðru sæti. Höfundur þeirra er Eyrún Eva Haraldsdóttir.

Meðal ummæla dómnefndarfólks var: „Pistasíurnar gerðu mikið fyrir mig”
„Jólaleg og fallega skreytt”
„Einföld og góð”
„Vanillan og saltið harmónerar vel saman”

Snjódrífur með pistasíuhnetum og sjávarsalti 

2 b Kornax hveiti

1/2 b púðursykur

1/4 b sykur

3/4 b mjúkt smjör

2 egg

1 tsk matarsódi

1 tsk vanilludropar

1/4 b AB-mjólk

1/2 b pistasíuhnetur

!72 b súkkulaðidropar, hvítir Síríus Konsum

1/2 tsk salt

Þeytið sykur, púðursykur og smjör saman. Bætið við eggjum, einu í einu og loks vanilludropum. Hrærið þurrefnunum saman við og látið að lokum AB-mjólkina, hneturnar og súkkulaðið út í.

Bakið við 175¨C í 10-15 mínútur.

Hjúpur:

300 g hvítt Síríus Konsum súkkulaðidropar

saxaðar pistasíuhnetur

Sjávarsalt

Kælið og setjið hjúp utan um (dýfið kökunum í brætt súkkulaðið. Skreytið með söxuðum hnetum og sjávarsalti.

Pistasíukökur

Smákökusamkeppni Kornax

Sigurverarinn Kristín Arnórsdóttir lengst til hægri. Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja.

Dómnefndin

Dómnefndin í smákökusamkeppni Kornax 2016: Eva Laufey Kjaran, Axel Þorsteinsson, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Albert Eiríksson.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.