Hindberjaterta með vanillukremi

Hindberjaterta, vanillukrem, hindber, terta, BER vanilla möndlumjöl
Hindberjaterta með vanillukremi

Hindberjaterta með vanillukremi

Fátt gleður meira en góðar og fallegar tertur. Þessi hrópar á mann og óskar eftir því að verða borðuð af áfergju 🙂

👏🏻

HINDBERJATERTURTERTURHINDBERVANILLUKREM

👏🏻

Hindberjaterta með vanillukremi

botn:
5 eggjahvítur
1/2 b sykur
1 b möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
smá salt
1 tsk edik

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Bætið við möndlumjöli, lyftidufti, salti og ediki. Bakið í kringóttu, lausbotna formi (ekki of stóru) í um 30 mín við 160°C

Vanillukrem:
5 eggjarauður
1/2 b sykur
1,5 dl rjómi
1 msk vanilluextrakt
250 g lint smjör

Setjið eggjarauður, sykur, rjóma og vanillu í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Hrærið stöðugt í svo ekki brenni. Takið pottinn af eldavélinni, bætið smjörinu við og þeytið vel saman við. Látið kólna.

Ofan á
2 b hindber
1 pk Jello (rautt)

Tertan sett saman:

Færið botninn á tertudisk og látið hringinn af kökuforminu utan um hann.

Smyrjið vanillukreminu á botninn og raðið hindberjunum þar ofan á.

Leysið Jello upp í heitu vatni (ég notað 2/3 af vatninu sem var gefið upp á pakkanum), látið það kólna að mestu og hellið yfir ávextina. Passið að hlaupið stífni ekki áður en því er hellt yfir. Kælið.

Hindberjaterta með vanillukremi
Hindberjaterta með vanillukremi

.

HINDBERJATERTURTERTURHINDBERVANILLUKREM

HINDBERJATERTA MEÐ VANILLUKREMI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.