Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga. Spjallaði á léttum nótum um borðsiði okkar og aðra siði í augum útlendinga við heiðurspiltana Gulla Helga og Heimi Karls á Bylgjunni í morgun. Fleira bar á góma eins og kurteisi, kornflexkökur og eggjahvítukökur sem þeir gúffa í sig í lok viðtalsins. Hér er viðtalið

Fyrir viðtalið undirbjó ég mig þannig að ég hafði samband við á annan tug starfandi leiðsögumanna og bað þá að segja mér eitt og annað frá upplifun erlendra ferðamanna hér á landi. Einnig hafði ég samband við fólk sem umgengst mikið útlendinga, útlendinga sem hér búa og Íslendinga í útlöndum. Í öllum bænum höldum ró okkar þó ferðamenn ræði eitt og annað bæði sín á milli og við sína leiðsögumenn. Auðvitað er það ekki þannig að allir Íslendingar borði hratt til að komast út í sauðburð, heyskap eða þá sjúgi upp í nefið í tíma og ótíma ekki frekar en að allir Þjóðverjar snýti sér hvar og hvenær sem er.

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga heimir karlsson gulli helga

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.