Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga. Spjallaði á léttum nótum um borðsiði okkar og aðra siði í augum útlendinga við heiðurspiltana Gulla Helga og Heimi Karls á Bylgjunni í morgun. Fleira bar á góma eins og kurteisi, kornflexkökur og eggjahvítukökur sem þeir gúffa í sig í lok viðtalsins. Hér er viðtalið
Fyrir viðtalið undirbjó ég mig þannig að ég hafði samband við á annan tug starfandi leiðsögumanna og bað þá að segja mér eitt og annað frá upplifun erlendra ferðamanna hér á landi. Einnig hafði ég samband við fólk sem umgengst mikið útlendinga, útlendinga sem hér búa og Íslendinga í útlöndum. Í öllum bænum höldum ró okkar þó ferðamenn ræði eitt og annað bæði sín á milli og við sína leiðsögumenn. Auðvitað er það ekki þannig að allir Íslendingar borði hratt til að komast út í sauðburð, heyskap eða þá sjúgi upp í nefið í tíma og ótíma ekki frekar en að allir Þjóðverjar snýti sér hvar og hvenær sem er.