Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga. Spjallaði á léttum nótum um borðsiði okkar og aðra siði í augum útlendinga við heiðurspiltana Gulla Helga og Heimi Karls á Bylgjunni í morgun. Fleira bar á góma eins og kurteisi, kornflexkökur og eggjahvítukökur sem þeir gúffa í sig í lok viðtalsins. Hér er viðtalið

Fyrir viðtalið undirbjó ég mig þannig að ég hafði samband við á annan tug starfandi leiðsögumanna og bað þá að segja mér eitt og annað frá upplifun erlendra ferðamanna hér á landi. Einnig hafði ég samband við fólk sem umgengst mikið útlendinga, útlendinga sem hér búa og Íslendinga í útlöndum. Í öllum bænum höldum ró okkar þó ferðamenn ræði eitt og annað bæði sín á milli og við sína leiðsögumenn. Auðvitað er það ekki þannig að allir Íslendingar borði hratt til að komast út í sauðburð, heyskap eða þá sjúgi upp í nefið í tíma og ótíma ekki frekar en að allir Þjóðverjar snýti sér hvar og hvenær sem er.

Borðsiðir og aðrir siðir Íslendinga í augum útlendinga heimir karlsson gulli helga

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.