Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður edik snittur grafin gæsabringa krækiberjasulta
Snittur með grafinni gæsabringu, krækiberjasultu og súrsuðum rauðlauk

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Snittubrauð, grafin gæsabringa, krækiberjasulta sem ásamt súrsaðum rauðlauk. Svona getur verið auðvelt að gera fallegar snittur.

RAUÐLAUKURKRÆKIBERSNITTUR

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður
Súrsaður rauðlaukur

Súrsaður rauðlaukur

1 stór rauðlaukur

1/2 b borðedik

1 b vatn

2 msk sykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið rauðlaukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hann í hreina glerkrukku. Setjið edik, vatn, salt og pipar í pott og hitið upp að suðu. Slökkvið undir og látið standa í ca 5 mín. Hellið yfir laukinn og lokið. Geymið í ísskáp í nokkra daga. Þá er tilbúinn súrsaður rauðlaukur.

.

— SÚRSAÐUR RAUÐLAUKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"