Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður edik snittur grafin gæsabringa krækiberjasulta
Snittur með grafinni gæsabringu, krækiberjasultu og súrsuðum rauðlauk

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Snittubrauð, grafin gæsabringa, krækiberjasulta sem ásamt súrsaðum rauðlauk. Svona getur verið auðvelt að gera fallegar snittur.

RAUÐLAUKURKRÆKIBERSNITTUR

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður
Súrsaður rauðlaukur

Súrsaður rauðlaukur

1 stór rauðlaukur

1/2 b borðedik

1 b vatn

2 msk sykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið rauðlaukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hann í hreina glerkrukku. Setjið edik, vatn, salt og pipar í pott og hitið upp að suðu. Slökkvið undir og látið standa í ca 5 mín. Hellið yfir laukinn og lokið. Geymið í ísskáp í nokkra daga. Þá er tilbúinn súrsaður rauðlaukur.

.

— SÚRSAÐUR RAUÐLAUKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

NOSTRA – beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í borginni

Allt til fyrirmyndar á Nostra. Glæsilegt og notalegt umhverfi.  Ógleymanlegt ferðalag um geima bragðtegundanna. Gætt er að heildarupplifun, tímasetningum, allt útpælt. Nostra fer beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í Reykjavík

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.