Auglýsing
Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður edik snittur grafin gæsabringa krækiberjasulta
Snittur með grafinni gæsabringu, krækiberjasultu og súrsuðum rauðlauk

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Snittubrauð, grafin gæsabringa, krækiberjasulta sem ásamt súrsaðum rauðlauk. Svona getur verið auðvelt að gera fallegar snittur.

RAUÐLAUKURKRÆKIBERSNITTUR

Auglýsing
Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður
Súrsaður rauðlaukur

Súrsaður rauðlaukur

1 stór rauðlaukur

1/2 b borðedik

1 b vatn

2 msk sykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið rauðlaukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hann í hreina glerkrukku. Setjið edik, vatn, salt og pipar í pott og hitið upp að suðu. Slökkvið undir og látið standa í ca 5 mín. Hellið yfir laukinn og lokið. Geymið í ísskáp í nokkra daga. Þá er tilbúinn súrsaður rauðlaukur.

.

— SÚRSAÐUR RAUÐLAUKUR —

.