Baileysjógúrt Vigdísar


Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt – einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það.”

VIGDÍS MÁSD

Baileysjógúrt Vigdísar (fyrir 2)

4 vænar msk af Grískri jógúrt

Tvöfaldur sjúss af Baileys

(fyrir þá sem vilja mikla sætu má bæta við 2 tsk af agave, þarf alls ekki)

Þessu er hrært saman vandlega í skál

Ein harfakexkaka (ég nota Grahams) er mukin gróft í botn á litlu glasi/skál

Jógúrtinni helt yfir og eitthvert gott dökkt súkkulaði raspað yfir.

#2017Gestabloggari2/52

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....