Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar SVANHVÍT VALGEIRSDÓTTIR
Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil.”

Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu. þau hafa verið þar í næstum 5 ár og verða þar í 2 ár í viðbót. Út af atvinnu Peters flytja þau með reglulegu millibili á milli landa. Enn Svanhvít er með vinnustofu heima hjá sér þar sem hún vinnur að myndlistinni.

#2017Gestabloggari8/52 –  BRUSSEL

Í aðalrétt var Svanakjúklingur og í forrétt Grænn aspas vafinn hráskinku

Hér má sjá ýtarlegri grein um matarboð Svanhvítar og Peters ásamt myndum

Svanhvít Valgeirsdóttir

 Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

 

125 g Speculoos kex

sterkt kaffi

2 eggjarauður

50 gr flórsykur

2 msk Amaretto

250 gr Mascarpone

kakó duft eða kex mylsna fyrir efsta lagið

þeytið eggjarauður, amaretto og flórsykur saman.
Bæta Mascarpone varlega við með sleif.
Dýfið kexinu í kaffi og setjið það í botnin á skál og svo kremið ofan á og endurtakið svo kex og krem. Mér finnst best að setja kexmylsnu efst og skreyta svo diskana með kakó dufti . Flórsykri og fersku ávöxtum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.