Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar svanhvít valgeirsdóttir svana valgeirs kjúklingur kjúlli
Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar

„Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta “comfort food” sem hentar svo vel á vetrarmánuðum.” segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Hér má sjá ýtarlegri grein um matarboð Svanhvítar og Peters ásamt myndum

.

SVANHVÍT VALGEIRSD — KJÚKLINGUR — BRUSSEL

.

Svanakjúklingur Svanhvítar svanhvít valgeirsdóttir
Svanhvít Valgeirsdóttir

Svanakjúklingur Svanhvítar

Uppskriftin er fyrir 4

4 kjúklingabringur

1 bolli hveiti

4 msk chili duft

2 msk papriku duft

salt og pipar eftir smekk. Ég nota frekar lítið

1 bolli smjör

1 bolli ristaðar möndluflögur

1 1⁄2 bolli kjúklingakraftur

1 bolli rjómi eða kókosmjólk

1 bolli ferskjusafi (úr dósinni af ferskjunum )

1⁄2 bolli sojasósa

feskjur úr dós rifinn mildur ostur

Skera bringurnar í litla teninga. Blanda saman hveiti, chili powder, papriku dufti salt og pipar í skál og velta kjúklinga bitunum upp úr því. Setja í eldfast mót og strá möndlunum yfir. Steikja á pönnu upp úr smjörinu í ca 10 mín. Rista möndlurnar upp úr restinni á smjörinu. bæta við smjöri ef vantar. Blanda saman kjúklinga kraftinum ( 1 1⁄2 bolli heitt vatn og tening af krafti), ferskjusafa, soja sósu og rjóma. Og hella yfir kjúklinginn. Elda inn í ofni á 200°C hita í 40 mín. Raða þá hálfum ferskjum ofaná og rifna ostinum. Baka í ca 10 mín.

Ég ber þennann rétt yfirleitt fram með hrísgrjónum fersku salati og baquette brauði.

Salat sósa: 1⁄2 bolli ólivíu olía 1 tsk Dijon sinnep safi úr einni sítrónu 1⁄2 hvítlaukur hakkaður (má vera minna enn ég borða hvítlauk eins og popp . Úpps !!!) 1 búnt ferskt kórínder salt og pipar.

 #2017Gestabloggari8/52

.

Svanakjúklingur Svanhvítar
Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar 

SVANHVÍT VALGEIRSD — KJÚKLINGUR — BRUSSEL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.