Auglýsing
Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar SVANHVÍT VALGEIRSDÓTTIR
Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil.”

Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu. þau hafa verið þar í næstum 5 ár og verða þar í 2 ár í viðbót. Út af atvinnu Peters flytja þau með reglulegu millibili á milli landa. Enn Svanhvít er með vinnustofu heima hjá sér þar sem hún vinnur að myndlistinni.

#2017Gestabloggari8/52 –  BRUSSEL

Í aðalrétt var Svanakjúklingur og í forrétt Grænn aspas vafinn hráskinku

Hér má sjá ýtarlegri grein um matarboð Svanhvítar og Peters ásamt myndum

Svanhvít Valgeirsdóttir

 Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

 

125 g Speculoos kex

sterkt kaffi

2 eggjarauður

50 gr flórsykur

2 msk Amaretto

250 gr Mascarpone

kakó duft eða kex mylsna fyrir efsta lagið

þeytið eggjarauður, amaretto og flórsykur saman.
Bæta Mascarpone varlega við með sleif.
Dýfið kexinu í kaffi og setjið það í botnin á skál og svo kremið ofan á og endurtakið svo kex og krem. Mér finnst best að setja kexmylsnu efst og skreyta svo diskana með kakó dufti . Flórsykri og fersku ávöxtum.

Auglýsing