
Jarðarberjaterta
Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Hrátertur eins og þessi eru einfaldar, fljótlegar og góðar. Þegar haldið var upp á eins árs afmæli hans var þessi Döðluterta í boði. Það skiptir engu hvort þið notið fersk eða frosin jarðarber í fyllinguna. Ef notuð eruð frosin þá er ágætt að hella kókosolíunni saman við síðast.
– JARÐARBERJATERTUR — HRÁTERTUR —
.

Jarðaberjaterta – raw
Botn:
2 dl möndlur
2 dl döðlur
1 msk möluð hörfræ
1/3 tsk salt
Fylling:
2 1/2 b kasjúhnetur
safi úr tveimur sítrónum
vanilla
1/3 b kókosolía, fljótandi
1 msk gott hunang
smá salt
4 dl jarðarber.
Botn: Látið möndlur og döðlur liggja í bleyti í 20-30 mín. Hellið vatninu af, setjið í matvinnsluvél ásamt salti, hörfræjum og maukið. Takið lausan hring af tertubökunarformi, látið hann á tertudisk og „deigið” þar í og þjappið (má fara aðeins upp með hliðunum). Kælið
Fylling: Setjið kasjúhnetur, sítrónusafa, vanillu, kókosolíu, hunang og salt í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið við jarðarberjunum og maukið áfram. Látið ofan á botninn og kælið í 2-3 klst. Skreytið með ferskum jarðarberju

.
.