Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

helga þorleifsdóttir Þórhildur Helga þorleifsdóttir helga þorleifs og Bogi helgi g kristinsson hildigunnur bjarnadóttir bjóða til veislu veisla Hreindýra- Carpaccio Matarboð, Þórhildur Helga, Bogi, Kolfreyjustaður hildigunnur helgi
Bogi, Þórhildur Helga, Albert, Hildigunur og Helgi

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, Þórhildur Helga, æskuvinkona og sveitungi minn og Bogi hennar maður héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga.

Gefum Helgu orðið: „Það er alltaf gaman að fá góða gesti í matarboð og að þessu sinni buðum við hjónin þeim eðalhjónum Helga og Hildigunni og þeim Epalhjónum Alberti og Bergþóri. Þrátt fyrir að þeir Albert og Bergþór séu þekktir matgæðingar þá vorum við óbangin við að elda fyrir þá, því frúin á heimilinu leiddi Albert á sínum tíma inní heim matreiðslunnar þegar hún á áhyggjulausum æskuárum þeirra kenndi honum að drullumalla ægifagrar moldarkökur.
Okkur finnst alltaf gott að vera fyrirhyggjusöm og útbúa mat sem hægt er að gera með góðum fyrirvara. Því var hreindýrið tilbúið í kistunni, sem og eftirrétturinn. Kjúklingurinn lagður í kryddlög kvöldið áður og var hann því orðinn fallega fjólublár þegar kom að eldamennskunni.
Það þurfti því eingöngu að elda kjúklinginn þennan daginn og gera músina. Þá var góður tími til að nostra við að leggja ættarsilfrið og kristalinn á borðið og dedúa síðan við að raða forréttinum á diska sem og eftirréttinum. Þeim diskum var síðan raðað inn í ísskáp og biðu þar gestanna í ró og næði. Því var ekkert stúss á milli rétta við að útbúa eitt né neitt heldur einbeita sér að hinum skemmtilegu gestum.
Það er skemmst frá að segja að matarboðið heppnaðist vonum framar, setið lengi við matarborðið- spjallað og hlegið, sem er svo gott fyrir sálina.”

#2017Gestabloggari11/52 — HREINDÝRKJÚKLINGURKOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA

.

Hreindýra- Carpaccio hreindýr
Hreindýra- Carpaccio
Hreindýra- Carpaccio hreindýr uppskrift hreindýrakjöt
Hreindýra- Carpaccio

 

Hreindýra- Carpaccio

Hreindýrakjöt
Ólífuolía
Flögusalt
Svartur pipar
Klettasalat
Ristaðar furuhnetur
Parmasanostur
Balsamsýróp

Góður vöðvi- þerraður, ólífuolía pensluð á- flögusalt og nýmalaður svartur pipar nuddað á vöðvann. Pakkað þétt inn í plastfilmu. Gott að láta standa í sólarhring og setja síðan í frysti.
Tekið úr frysti þann dag sem skal etast. Þegar vöðvinn er hálfþiðinn er hann skorinn í örþunnar sneiðar. Þeim raðað á disk, klettasalat sett ofaná, ristaðar furuhnetur og gróft rifinn parmasenostur. Balsamsýrópi driplað yfir.
Hið franska eðalvín Domaine de La Baume syrah er stórgott með forréttinum.

Fjólublár kjúklingur í potti kjúlli
Fjólublár kjúklingur í potti
Fjólublár kjúklingur í potti

  

Fjólublár kjúklingur í potti

2 kjúklingar hlutaðir í 6 bita hvor

Kryddlögur
2 gulrætur saxaðar
2 laukar saxaðir
2 hvítlaukar smátt skornir
3 stangir sellerý saxað
svartur pipar
salt
4 lárviðarlauf
1 matskeið Timjan
1 flaska rauðvín- Casillero del Diablo- shiraz

Kryddlögurinn gerður- kjúklingurinn settur út í og látið standa í ísskáp í sólarhring.
Kjötið tekið úr leginum og þerrað. Steikt á pönnu. Sett í góðan ofnpott- og leginum bætt við.

500 g sveppir steiktir á pönnu
15 sharlottlaukar skornir í tvennt og steiktir
250 g beikon skorið gróft og steikt.
Beikoni, sveppum og lauk bætt í pottinn.
2 matskeiðar af fljótandi kjúklingakrafti bætt við
Sósujafnara stráð yfir.

Látið sjóða- setjið þá lokið á pottinn og inn í 120°C heitan ofn í 2 klukkutíma. Þegar kjúklingurinn er borinn fram er hálft steinseljubúnt klippt yfir.

Kartöflumús
Kartöflumús

Kartöflumús

3 sætar kartöflur
5 bökunarkartöflur
2 dl rjómi
1 krukka fetaostur
sýróp
salt
valhnetur

Kartöflurnar skrældar og skornar niður. Soðnar vel. Stappaðar og rjóma, sýrópi, salti, fetaosti með olíunni blandað við. Valhnetum stráð yfir.
Blandað saman klettasalati og steinselju og berið fram með kjúklingnum og músinni.
Með herlegheitunum var dreypt á hinu stórgóða Casillero del Diablo shiraz með matnum.

 

Portómasú með súkkulaði
Portómasú með súkkulaði

Portómasú með súkkulaði

5 dl. rjómi
300 g 56 % súkkulaði
400 g mascarpone ostur
2 msk. flórsykur
3 dl. portvín – Oldinvalid porto frá Sandeman
2 dl. sterkt kaffi- kalt
20 stk fingurkex ( ladyfingers)
3 egg
Blæjuber og brómber

1,5 dl rjómi og súkkulaðið brætt saman við vægan hita. Kælt.
Eggjahvíturnar þeyttar sér og settar til hliðar.
Restin af rjómanum þeytt og settur til hliðar.
Eggjarauður þeyttar, mascarponeosti bætt við, flórsykri og 1 dl af portvíninu. Þegar blandan er orðin létt og fín er eggjahvítunum og rjómanum bætt varlega saman við.
Restinni af portvíninu og kaffi blandað saman og fingurkexið lagt í og raðað í form. Þriðjungi af súkkulaðinu dreift yfir síðan helmingurinn af rjómaostblöndunni, þriðjungi af súkkulaði þar yfir og restinni af rjómaostblöndunni þar næst, súkkulaði dreift yfir í lokin.
Þennan rétt má gjarnan frysta og skera síðan í huggulegar sneiðar á eftirréttadiska, brómber og blæjuber sett með. Ljómandi gott með sterku kaffi og portvíni.

Portómasú með súkkulaði
Portómasú með súkkulaði

 

Þórhildur Helga Albert
Albert og Þórhildur Helga

#2017Gestabloggari11/52 — HREINDÝRKJÚKLINGURKOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA

— ÞÓRHILDUR HELGA OG BOGI BJÓÐA TIL VEISLU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.