52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017. Markmið síðasta árs var að birta borðsiðafærslur(kurteisisfærslur) á blogginu einu sinni í viku – allt árið. Gaman að segja frá því að markmið þessa árs er að fá 52 til að útbúa góðgæti fyrir bloggið og birta hér myndir og uppskriftir. Gestabloggararnir fá alveg frjálsar hendur, sumir útbúa einn rétt, aðrir eru með kaffiboð og sumir með matarboð. Eitt er víst að þetta verður mjög fjölbreytt, mjög fjölbreytt

Það er sem sé kominn sérhnappur með gestabloggurum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.

Vegan Brownies

Vegan Brownies. Í listamannaíbúðinni á Skriðuklaustri hittum við Evu Halldóru, Þorvald og Hallveigu sem þar dvelja og sinna listinni af mikilli ástríðu. Í veðurblíðunni á Austurlandi í sumar eru þau búin að afreka fjölmargt og skoða sig um. Í þessum brownies eru hvorki egg né mjólkurvörur.

Karrýsteikt hvítkál

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var "hrásalat" Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.