Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti

Heitur ofnréttur,  Kjúklingur, campells, ananas, Anna Sigga, Önnu Siggu, fljótlegt helgadóttir
Heitur ofnréttur Önnu Siggu

Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti.

Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti.” segir söngkonan Anna Sigga.

#2017Gestabloggari12/52  HEITIR RÉTTIR — ANNA SIGGAKLÚBBARÉTTIRKAFFIMEÐLÆTIKVÖLDKAFFICAMPBELL´S

.

Ívar, Anna Sigga
Ívar og Anna Sigga

Heitur ofnréttur Önnu Siggu

½ unghæna eða 1 kjúklingur

nokkrar brauðsneiðar (skorpulausar)

2 dósir Cream of chicken soup (Campell‘s)Heitur ofnréttur Önnu Siggu

1-2 dósir aspas

1 dós sveppir

1/1 dós ananas (kurl)

1 og ½ poki rifinn ostur

Undirbúningur:

Sjóðið unghænuna/kjúklinginn þar til kjötið losnar af beinunum (ca. 1 og ½ – 2 tíma á kíló)
Smyrjið eldfast mót með olíu og raðið skorpulausum brauðsneiðunum í botninn.
Blandið síðan saman kjúklingasúpunni, aspasinum (með safa eftir smekk), sveppunum og ananasinum í skál og hrærið saman.
Hellið síðan úr skálinni yfir brauðið í eldfasta mótinu og dreyfið vel til allra hliða.
Stráið síðan ostinum yfir.

Hitið í ofni við 175 °c í 20 – 30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn og farinn að búbbla.Heitur ofnréttur Önnu Siggu
Gott er að hafa kjötið ekki of kalt þegar það fer í blönduna og inn í ofn.

Berið fram t.d. með salati eða tómötum.

Verði ykkur að góðu.

Anna Sigga, Albert
Anna Sigga og Albert

.

#2017Gestabloggari12/52  HEITIR RÉTTIR — ANNA SIGGAKLÚBBARÉTTIRKAFFIMEÐLÆTIKVÖLDKAFFICAMPBELL´S

— HEITUR OFNRÉTTUR ÖNNU SIGGU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.