Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti.
Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti.” segir söngkonan Anna Sigga.
— #2017Gestabloggari12/52 — HEITIR RÉTTIR — ANNA SIGGA — KLÚBBARÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI — KVÖLDKAFFI — CAMPBELL´S —
.
Heitur ofnréttur Önnu Siggu
½ unghæna eða 1 kjúklingur
nokkrar brauðsneiðar (skorpulausar)
2 dósir Cream of chicken soup (Campell‘s)
1-2 dósir aspas
1 dós sveppir
1/1 dós ananas (kurl)
1 og ½ poki rifinn ostur
Undirbúningur:
Sjóðið unghænuna/kjúklinginn þar til kjötið losnar af beinunum (ca. 1 og ½ – 2 tíma á kíló)
Smyrjið eldfast mót með olíu og raðið skorpulausum brauðsneiðunum í botninn.
Blandið síðan saman kjúklingasúpunni, aspasinum (með safa eftir smekk), sveppunum og ananasinum í skál og hrærið saman.
Hellið síðan úr skálinni yfir brauðið í eldfasta mótinu og dreyfið vel til allra hliða.
Stráið síðan ostinum yfir.
Hitið í ofni við 175 °c í 20 – 30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn og farinn að búbbla.
Gott er að hafa kjötið ekki of kalt þegar það fer í blönduna og inn í ofn.
Berið fram t.d. með salati eða tómötum.
Verði ykkur að góðu.
.
— #2017Gestabloggari12/52 — HEITIR RÉTTIR — ANNA SIGGA — KLÚBBARÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI — KVÖLDKAFFI — CAMPBELL´S —
— HEITUR OFNRÉTTUR ÖNNU SIGGU —
.