Tante Anne – Det er dejligt

lagkaka lagkökur lagtertur tante Anne, Lita, Haraldur Sigurðsson, Lita Bohn Ipsen Sigurðsson Lita Sigurðsson Det er dejligt læknir, Lita Bohn Ipsen Sigurðsson, læknishjón, læknishús, Birna Sigurðardóttir, Fáskrúðsfjörður blað franskra daga franskir dagar læknisfrú pestamóferð 1940 læknir á fáskrúðsfirði danmörk danskur matur lagkaka glassúr
Birna Sigurðardóttir með Tante Anne

Tante Anne

Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.

Margar eftirminnilegar sögur eru til af læknishjónunum eins og sjá má í greininni hér að neðan. Eftir kvöldmat fékk hún sér eina sígarettu og stundum púrtvínsglas og það var einungis drukkið eitt glas, hvorki meira né minna. Þá sagði hún alltaf: ,,Det er dejligt…“

GLASSÚRFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGADANMÖRK — FRANSKIR DAGARLAGKAKA

🇩🇰

Tante Anne

190 g púðursykur

100 g smjör (smjörlíki)

2 egg

250 g hveiti

1 tsk. matarsódi

1 tsk. kanill

1 1/2 dl mjólk

Smyrjið deigi á ofnplötu (smjörpappír undir)
Bakið við 175 °C í 15 mín.

Látið kökuna kólna og skerið í þrennt.
Setjið hefðbundið smjörkrem á milli laga.

Glassúr
5 msk. smjör (smjörlíki)

5 msk. flórsykur

5 msk. kakó

5 msk. rjómi

Setjið allt í pott, hrærið og hitið að suðu.
Smyrjið glassúr á alla kökuna og stráið rönd af kökuskrauti ofan á.

#2017Gestabloggari13/52

.

Tante Anne – Det er dejligt
Tante Anne – Det er dejligt
Tante Anne – Det er dejligt
Greinin sem Birna skrifaði um Litu ömmu sína og birtist í blaði Franskra daga
Greinin sem Birna skrifaði um Litu ömmu sína og birtist í blaði Franskra daga

Lita Gunnar og Haraldur Sigurðsson

🇩🇰

GLASSÚRFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGADANMÖRK — FRANSKIR DAGARLAGKAKA

— TANTE ANNE —

🇩🇰

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.