Borðað í Brussel – sælkeraferð til matarborgarinnar miklu

Borðað í Brussel – sælkeraferð til matarborgarinnar miklu Mundo

Borðað í Brussel – sælkeraferð til matarborgarinnar miklu 14. – 17. sept. 2017 

Við Svanhvít Valgeirsdóttir ætlum að snúa bökum saman, borða góðan mat og gera margt skemmtilegt í heimsborginni.

Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Sjá nánar á heimasíðu Mundo.is 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu. Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er "Maður er manns gaman" - í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni. Tíu ára frænka mín sendi inn meðfylgjandi uppskrift og vann fyrstu verðlaun fyrir.

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál

Marengsskál með karamellusósu. Þegar Gúddý býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út... Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er.... ja... gaman að vera til :)