Páskaeggjasmakkið mikla

Páskaeggjasmakkið mikla páskaegg Páskaeggjasmakkið mikla vildís charles steinunn halldór árdís bergdís guðmundur gunnlaugsson Páskaeggjasmakkið mikla albert marsibil árdís hulda  

Páskaeggjasmakkið mikla. Hingað barst stór kassi af páskaeggjum, í framhaldi auglýsti ég eftir súkkulaðiunnendum á fasbókinni til þess að gæða sér á eggjunum og gefa álit sitt . Ég hefði ekki getað ímyndað mér að það væri svona gaman að smakka páskaegg og skeggræða um þau frá ýmsum sjónarhornum. Allir áttu ljúfar minningar tengdar páskaeggjum og margar sögur flugu um stofuna. Einn hafði útbúið ratleik í bundnu máli fyrir fjölskylduna og annar smakkari lærði af mági sínum að dreypa á rauðvíni með páskaeggjunum. Við tókum smökkunina afar alvarlega þrátt fyrir glensið og gleðina, fórum þá leið að allir smökkuðu, skrifuðu niður áhrif og upplifun, bragðgæði voru metin, innihald og útlit. Rætt var um hvert egg í þaula og að því loknu gaf hver og einn stig frá einu upp í tíu.

Súkkulaðiunnendurnir voru í flestu sammála, hæstu einkunn fékk Konfektegg. þar voru tiltekin bragðgæði súkkulaðsins, dásemdar innihald og fallegar umbúðir.

Konfektegg
Mjög gott og þemað tekið alla leið
Mjög gott, alveg frábært
Vel útilátið af góðum konfektmolum
Smart gjafaegg
Fallegar umbúðir
Sætur ungi
Mikið innihald
Stendur algerlega undir væntingum
Mjög flott, mætti vera enn meiri viðhafnarútgáfa
Ekkert hlaup
Súkkulaðið er mjög gott
Plús fyrir mikið konfekt
Besta súkkulaðið
Perfect páskaegg
Mætti uppfæra blómin á Konfektegginu, meiri stíl
Stendur undir væntingum
Fyrir fullorðna
Klassaegg fyrir klassafólk
Stór plús fyrir að það er ekkert plast inni í egginu
Einkunn: 9,5

Karamellupáskaegg með íslensku sjávarsalti
Mjög gott, frábært
Hrikalega gott
Skemmtileg fígúra ofan á
Stór plús fyrir aukasúkkulaði stykkið sem fylgdi með
Fínt að blanda saman karamellunni og saltinu
Maður gúffar þessu ekki í sig – egg til að njóta
Verulega gott sparibragð
Með seiðandi tóni
Sérlega gott
Nýji Íslandsmolinn hefði sómt sér vel í þessu eggi
Meiri karamellu
Einkunn: 8,2

 

Lakkrís karamelluperlur
Frábært bragð
Góð blanda
Klassískt útlit
Ekki mjög sætt
Mætti vera extra lakkrís í egginu
Gott kombó
Eiginlega besta eggið
Mjög gott
Klassískt
Mjög gott eftirbragð
Þetta egg mun klárast strax
Súkkulaðið í egginum MJÖÖÖÖG gott
Of lítið lakkrísbragð
Einkunn: 8,2

 

Lakkrís páskaegg
Velútilátið innihald
Mjög góð samsetning
Gott að hafa aukasúkkulaðistykkið með
Bragðgott, passlegt lakkrísbragð
Fínt innihald
Mátti finna örlítið myntubragð
Mjög gott bragð
Mætti vera lakkrís í egginu
Einkunn: 7,9

 

Nóa Kropp
Rosalega gott
Bragðgott og einfallt
Plús fyrir auka súkkulaðistykkið
Fyrirsjáanlegt (sem er jákvætt)
Mjög gott, ætla að kaupa mér svona egg
Páskaegg fyrir þá sem elska Nóa kropp
Alveg ágætt
Mætti vera meira spennandi
Einkunn: 7,2

Nói 5
Dásemdarsúkkulaði
Mjög gott, klassískt
Gott innihald
Passlega mikið innihald
Stórfínt
Hreint og hæfilega sætt
Gamaldags páskaegg og gott
Rann ljúflega niður
Einkunn: 6,6

Grettir
Höfðar vel til krakka
Flott barnaegg
Tattúið sem fylgdi með mun slá í gegn
Fallegur miði
Innihald mætti höfða enn meira til barna
Sætt/fallegt
Ágætt fyrir yngri kynslóðina
Barnvænt og gengur vel upp sem slíkt
Einkunn: 6,1

45% dökkt súkkulaði
Örugglega mjög gott með rauðvíni
Spes innihald
Of mikið gúmmí
Fallegur ungi
Einfalt útlit
Bragðgott súkkulaði
Jákvætt að hafa dökkar súkkulaðirúsínur
Dökkt súkkulaði í öllu sem var inn í – plús fyrir það
Passlega stórt egg
Gaman að fá súkkulaðirúsínur
Heldur sætara en ég bjóst við
Mikið hlaup inn í
Látlaust
Einkunn: 5,5

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.