Góði humarinn hennar Gullu

Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða góði humarinn hennar gullu í sólstofunni humar hornafjörður gulla hestnes humarveisla skelflettur
Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða í sólstofunni

GÓÐI HUMARINN

Vinir Guðlaugar Hestnes á Hornafirði þekkja flestir humarréttinn hennar góða sem einfaldlega er kallaður Góði humarinn 🙂 Það er ekki ofsögum sagt að humarinn er einstaklega góður og sósan sérlega ljúffeng. Gott er að nota brauðið til að ná upp restinni af sósunni 🙂 Í réttinn má einnig nota annan fisk, t.d. þorskhnakka.

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

🦞

Góði humarinn hennar Gullu

Góði humarinn hennar Gullu

Skelflettið humarinn, best er að taka hann úr henni hálffrosinn. Setjið hveiti í poka og hristið humarinn vel í honum. Bræðið smjör á pönnu og gott karrý sprengt í því. Steikjið humarinn ofurlítið á hvorri hlið. Hellið rjóma yfir, látið þykkna, saltið og piprið og síðast góða skvettu af hvítvíni yfir.
Berið fram með hrísgrjónum, góðu brauði og hvítvíni.

Góði humarinn hennar Gullu

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

— GÓÐI HUMARINN HENNAR GULLU —

🦞

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.