Auglýsing
Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða góði humarinn hennar gullu í sólstofunni humar hornafjörður gulla hestnes humarveisla skelflettur
Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða í sólstofunni

GÓÐI HUMARINN

Vinir Guðlaugar Hestnes á Hornafirði þekkja flestir humarréttinn hennar góða sem einfaldlega er kallaður Góði humarinn 🙂 Það er ekki ofsögum sagt að humarinn er einstaklega góður og sósan sérlega ljúffeng. Gott er að nota brauðið til að ná upp restinni af sósunni 🙂 Í réttinn má einnig nota annan fisk, t.d. þorskhnakka.

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

🦞

Góði humarinn hennar Gullu

Góði humarinn hennar Gullu

Skelflettið humarinn, best er að taka hann úr henni hálffrosinn. Setjið hveiti í poka og hristið humarinn vel í honum. Bræðið smjör á pönnu og gott karrý sprengt í því. Steikjið humarinn ofurlítið á hvorri hlið. Hellið rjóma yfir, látið þykkna, saltið og piprið og síðast góða skvettu af hvítvíni yfir.
Berið fram með hrísgrjónum, góðu brauði og hvítvíni.

Góði humarinn hennar Gullu

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

— GÓÐI HUMARINN HENNAR GULLU —

🦞

Auglýsing