Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

 

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu Helga Hermannsdóttir, lamb íslenskt Íslandsmeistari í kjötiðn Lamb, lambahryggur, fylltur, fylling, ólýsanlega góð hryggur brimnes  ostasósa sósa með kjöti
Helga með lambahrygginn góða áður en hann fór í ofninn

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga úrbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.

#2017Gestabloggari14/52 — LAMBHELGA HERMANNSDÓTTIR

.

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu sunnudagssteik
Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu
Sólveig, Helga, Vilborg, Árdís eiríksdóttir
Sólveig, Helga, Vilborg og Árdís
Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu
Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu
Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu
Fyllingin
ristaðar furuhnetur
Lambahryggurinn tilbúinn í ofninn

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

1 heill lambahryggur úrbeinaður og við stofuhita
Fylling
1 hvítlauksostur
1/2 rjómapiparostur
3 hvítlauksgeirar
góður slatti af ferskri steinselju
2 dl fetaostur
1-2 dl sólþurrkaðir tómatar
2 msk ristaðar furuhnetur
1 tsk rósmarín
salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Leggið hrygginn úflattann á borð, setjið lundirnar í miðjuna, ostamaukið yfir og lokið honum með því að binda garn utan um hann. Takið frá u.þ.b. 1/3 af fyllingunni og nokkrar furuhnetur til að setja yfir hrygginn.

Í fatið:
rósmarín
Laukur, blaðlaukur og rauðlaukur
salt og pipar
Setjið rósmarín, lauk, salt og pipar á botninn á eldföstu formi. Hellið yfir 1 dl af vatni. Leggið hrygginn ofan á, kryddið með salti, pipar og rósmarín, setjið restina af fyllingunni yfir og stráið furuhnetunum yfir. Bakið við 125°C í um 2 klst. Hækkið hitann í 180° síðustu mínúturnar.

Ostasósan góða

Ostasósan góða
1 piparostur
1 villisveppaostur
nautakjötkraftur
grænmetiskraftur
salt og pipar
soð af hryggnum
Setjið osta, kraftana og krydd í pott og sjóðið á lágum hita. Bætið soði við. Ef sósan er of þykk má þynna hana með rjóma.  Smakkið til.

Kramdar og bakaðar kartöflur
Kramdar og bakaðar kartöflur

Kramdar og bakaðar kartöflur
10 kartöflur soðnar með hýði
1 dl rjómi
1 dl rifinn ostur
Setjið kartöflurnar í form, kremjið þær aðeins niður, hellið rjóma yfir og rifnum osti. Bakið við 8-10 mín. Síðustu mínúturnar sem hryggurinn er í ofninum

Með lambahryggnum var borið fram Campo Viejo Rioja rauðvín sem passaði afar vel við. Það er milt og ósætt

#2017Gestabloggari14/52 — LAMBHELGA HERMANNSDÓTTIR

— ÓLÝSANLEGA GÓÐUR FYLLTUR LAMBAHRYGGUR —

🌺

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.