Pallíettuísterta með hindberjum

Pallíettuísterta, hindber, rjómaterta, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar, blað franskra daga ísterta rjómasís
Pallíettuísterta með hindberjum

Pallíettuísterta með hindberjum

Ó hvað er gaman að borða tertur, í hófi samt 🙂 Þetta er nú engin hollustuterta en engu að síður góð.

ÍSTERTURHINDBERSAUMAKLÚBBAR

.

Pallíettuísterta með hindberjum

Botn
4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kóksmjöl
250 g rjómasúkkulaði

Þeytið eggjahvítur og sykur, bætið hinu við og bakið í springformi í 30 mín. við 150°C.

Vanilluís

4 eggjarauður
4 msk. sykur
2 tsk. vanilludropar
1/2 l rjómi
150 g hindber.

Þeytið eggjarauður og sykur bætið dropum í. Þeytið rjómann og blandið honum og berjunum við eggjahræruna og setjið þetta ofan á kókosbotninn þegar hann er orðinnkaldur. Setjið svo í frysti.

Þegar kakan er orðin frosin er kremi smurt á hana.

Krem

2 Snikkers
50 g rjómasúkkulaði
1 msk. smjör
2 msk. rjómi.

Bræðið saman og látið kólna. Smyrjið kreminu yfir. Setjið aftur í frost og kakan er svo
borin fram hálf frosin, það má svo skreyta hana með þeyttum rjóma og berjum að vild.

ÍSTERTURHINDBERSAUMAKLÚBBAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lukkuleg Límónukaka

Lukkuleg Límónukaka Þegar við heimsóttum Lukku á Happi á dögunum fengum við ægigóða Límónuköku. Satt best að segja bráðnaði hrákakan í munni og sælustraumar fóru um líkamann. Eins og við var að búast tók Lukka ljúflega í að deila uppskriftinni.