Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar” eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga
Knálegir klúbbtjúttar (40stk)
2 pakkar 400 g smjördeig
75 g blaðlaukur, smátt skorinn
250 g skinka, smátt skorin
100 g gráðostur
2 eggjarauður
Raðið smjördeigsplötum saman þannig að þær myndi aflangan ferhyrning, látið brúnirnar skarast og bleytið þær svolítið og fletjið út. Gott er að fletja deigið út með bökunarpappír báðum megin. Athugið að gera deigið ekki mjög þunnt. Sáldrið blaðlauk, skinku og rifnum gráðosti jafnt yfir deigið. Rúllið deiginu upp og skerið í u.þ.b. 3 cm þykka búta. Raðið á plötu, þrýstið létt á hvern bita, penslið yfir með eggjarauðu. Bakið í 180°C heitum ofni við blástur í 15 mínútur. Berið fram með rifsberja- eða hrútaberjahlaupi (eiginlega alveg nauðsynlegt).