Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, franskir dagar, blað franskra daga
Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar

Þessir „snúðar” eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga.

SAUMAKLÚBBARSMJÖRDEIGSNÚÐARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR DAGAR

.

Knálegir klúbbtjúttar (40stk)

2 pakkar 400 g smjördeig

75 g blaðlaukur, smátt skorinn

250 g skinka, smátt skorin

100 g gráðostur

2 eggjarauður

Raðið smjördeigsplötum saman þannig að þær myndi aflangan ferhyrning, látið brúnirnar skarast og bleytið þær svolítið og fletjið út. Gott er að fletja deigið út með bökunarpappír báðum megin. Athugið að gera deigið ekki mjög þunnt. Sáldrið blaðlauk, skinku og rifnum gráðosti jafnt yfir deigið. Rúllið deiginu upp og skerið í u.þ.b. 3 cm þykka búta. Raðið á plötu, þrýstið létt á hvern bita, penslið yfir með eggjarauðu. Bakið í 180°C heitum ofni við blástur í 15 mínútur. Berið fram með rifsberja- eða hrútaberjahlaupi (eiginlega alveg nauðsynlegt).

Knálegir klúbbtjúttar
Jóna, Steinunn, Eygló, Dagný, Elsa, Berglind og Guðný

SAUMAKLÚBBARSMJÖRDEIGSNÚÐARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR DAGAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum. Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu.

Kunnið þér borðsiði?

Heimilisalmanak

Kunnið þér borðsiði? „Þó þér getið talað öll mál veraldarinnar og kunnið vel flesta mannasiði, er það lítils virði, ef þér kunnið ekki borðsiði svo vel, að þér getið borðað með hverjum sem er, og hvar sem er í heiminum.“

– Helga Sigurðardóttir, Heimilis almanak, 1942.

Hnetuhrískex – undurgott hollustunammi

Hnetuhrískex

Hnetuhrískex. Stundum fæ ég sendar uppáhalds uppskriftir fólks. Lísa sendi mér þetta hnetuhrískex sem er verulega gott nammi. Undurgott hnetuhrískex getur bætið verið fyrirtak með góðum kaffisopa og líka sem hollustunammi milli mála.