Ferskt tómat salsa
Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið
.
Ferskt tómat salsa
1 1/2 b saxaðir tómatar
1/3 b saxað kóríander
1/4 b saxaður rauðlaukur
1 lítið chili, saxað smátt
1 msk ferskur limesafi – eða rúmlega það
1/2 -1 tsk salt
Blandið öllu saman og látið standa í ísskáp um klst. Það getur þurft að sigta safann frá áður en salatið er borið fram.
.