Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið tómatar kóríander rauðlaukur fljótlegt
Salsa tómatasalat

Ferskt tómat salsa

Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið

SALÖTTÓMATAR

.

Ferskt tómat salsa 

1 1/2 b saxaðir tómatar

1/3 b saxað kóríander

1/4 b saxaður rauðlaukur

1 lítið chili, saxað smátt

1 msk ferskur limesafi – eða rúmlega það

1/2 -1 tsk salt

Blandið öllu saman og látið standa í ísskáp um klst. Það getur þurft að sigta safann frá áður en salatið er borið fram.

SALÖTTÓMATAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.