Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu Einföld og frábær kaka þóra fríða SÆMUNDSDÓTTIR kladdkaka kaka terta sítróna
Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt – bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

Æ, það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn í morgunkaffi 🙂

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

1 sítróna

150 gr. smjör

3 egg

3 dl. sykur

2 tsk. vanillusykur

2,5 dl. hveiti

flórsykur til skrauts.

Fínrífið börkinn af sítronunni og pressið safann úr henni. Bræða smjör í potti.Takið pottinn af hellunni og blandið öllum hráefnunum út í ásamt safanum og stírónuberkinum. Bakið í smelluformi í 18-25 mín. við 175°C. Látið kökuna kólna alveg og strá flóryskri yfir þegar hún er köld. Berið fram með þeyttum rjóma. Einföld og frábær kaka. Góða skemmtun!

.

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

— SÍTRÓNUKLADDKAKA —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.