Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu Einföld og frábær kaka þóra fríða SÆMUNDSDÓTTIR kladdkaka kaka terta sítróna
Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt – bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

Æ, það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn í morgunkaffi 🙂

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

1 sítróna

150 gr. smjör

3 egg

3 dl. sykur

2 tsk. vanillusykur

2,5 dl. hveiti

flórsykur til skrauts.

Fínrífið börkinn af sítronunni og pressið safann úr henni. Bræða smjör í potti.Takið pottinn af hellunni og blandið öllum hráefnunum út í ásamt safanum og stírónuberkinum. Bakið í smelluformi í 18-25 mín. við 175°C. Látið kökuna kólna alveg og strá flóryskri yfir þegar hún er köld. Berið fram með þeyttum rjóma. Einföld og frábær kaka. Góða skemmtun!

.

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

— SÍTRÓNUKLADDKAKA —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Albert eldar – blár, svartar og rauðar svuntur á tilboði. Tilvalin gjöf

Albert eldar - blár, svartar og rauðar svuntur. Vantar ódýra jólagjöf sem nýtist vel? Er með nokkrar fallegar svuntur til sölu sem á stendur Albert eldar - alberteldar.com

Verðinu er stillt verulega í hóf: 1.500 + sendingarkostnaður.i

Jólatilboð: 1.200 + sendingarkostnaður

Sendið póst á albert.eiriksson@gmail.com eða skilaboð á fasbókinni

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.