Auglýsing
Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu Einföld og frábær kaka þóra fríða SÆMUNDSDÓTTIR kladdkaka kaka terta sítróna
Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt – bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

Æ, það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn í morgunkaffi 🙂

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

1 sítróna

150 gr. smjör

3 egg

3 dl. sykur

2 tsk. vanillusykur

2,5 dl. hveiti

flórsykur til skrauts.

Fínrífið börkinn af sítronunni og pressið safann úr henni. Bræða smjör í potti.Takið pottinn af hellunni og blandið öllum hráefnunum út í ásamt safanum og stírónuberkinum. Bakið í smelluformi í 18-25 mín. við 175°C. Látið kökuna kólna alveg og strá flóryskri yfir þegar hún er köld. Berið fram með þeyttum rjóma. Einföld og frábær kaka. Góða skemmtun!

.

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

— SÍTRÓNUKLADDKAKA —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing