Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu Einföld og frábær kaka þóra fríða SÆMUNDSDÓTTIR kladdkaka kaka terta sítróna
Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt – bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

Æ, það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn í morgunkaffi 🙂

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka

1 sítróna

150 gr. smjör

3 egg

3 dl. sykur

2 tsk. vanillusykur

2,5 dl. hveiti

flórsykur til skrauts.

Fínrífið börkinn af sítronunni og pressið safann úr henni. Bræða smjör í potti.Takið pottinn af hellunni og blandið öllum hráefnunum út í ásamt safanum og stírónuberkinum. Bakið í smelluformi í 18-25 mín. við 175°C. Látið kökuna kólna alveg og strá flóryskri yfir þegar hún er köld. Berið fram með þeyttum rjóma. Einföld og frábær kaka. Góða skemmtun!

.

#2017Gestabloggari 32/52ÞÓRA FRÍÐASÍTRÓNUR

— SÍTRÓNUKLADDKAKA —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portóbellósveppir í smjördeigi

Sveppir í smjördeigi IMG_1398

Sveppir í smjördeigi. Hér er afbrigði af Wellington steik, sem ég fann á netinu og útfærði. Beef Wellington er nautalund í smjördeigi, en í tilefni af veganúar eru Portobellir sveppir notaðir í staðinn fyrir naut.

Ömurleg framkoma eigenda Hressingarskálans

Ömurleg framkoma eigenda Hressendaskálans

Hressingarskálinn er eflaust lang-fínasti businessstaðurinn í Reykjavík í matsölu og kaffisölu. Þar er fullt frá morgni til kvölds og eigendur svo stórir með sig, að þeir köstuðu a.m.k. tólf fastagestum út, sem drukkið hafa þar kaffi í áratug, sumir lengur, og gerðu allt að kr. 80-100 þúsund kr. viðskipti á ári eður meira. Ágreiningsefni var, að fyrirtækið mátti ekki vera að því að taka frá borð handa þessum gestum sínum. Það er alltaf munur að kunna sig í veitingamennskunni - sérstaklega þegar efnin eru nógu mikil.

Páskaterturnar á Albert eldar

Páskaterturnar á Albert eldar. Þær eru misjafnar hefðirnar þegar kemur að mat á stórhátíðum. Við höfum þá hefð að baka árlega „páskatertuna", sem alltaf er ný terta en gæti stundum farið í hnallþóruflokkinn. Auðvitað má baka þessar tertur alla daga, allt árið :) Páskaterta þessa árs er í vinnslu og birtist hér á næstu dögum, en listinn yfir síðustu Páskatertur er hér fyrir neðan

SaveSave

SaveSave