Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

 

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs.

Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl og einnig náði hún einhvernveginn upp úr mér að mér hefði þótt og þykir enn saltaður matur góður – hún er að spá í af hverju ég sæki í það og er forvitin að sjá muninn á líkamanum mínum ef ég sleppi ostinum og sérstaklega ef ég vil bæta þarmaflóruna ennfrekar þá er gott að sleppa þessum veisluföngum um tíma, sérstaklega mygluostum sem hún vill meina að væru ekki góð næring fyrir flóruna. Síðan er hinn þátturinn og það er sykurlöngunin mín sem er stundum talsverð og kannski af því ég lifi og hrærist í matarstússi og smakki þá fæ ég mér oft eitthvað sem er of sætt – þess vegna ætlum við að prófa í næsta skrefi okkar að taka mataræði til að keyra niður sykurlöngunina og sjá hvernig ég bregst við því – hvort ég finni mun og þá hvernig.

Þetta er allt að verða mjög svo spennandi og skemmtilegt verkefni og ég er fullur af tilhlökkun enda skil ég allt aðeins betur núna með þessum útskýringum. Eina sem ég var að spá í – hvort hún sé skyggn ? eða bara les hún mann svona vel með því að heyra söguna. Ég mun komast að þessu smá saman hvað það er sem gerir þessa ráðgjöf svona öðruvísi og einstaklega spennandi.

Það sem er kannski skemmtilegast við þennan heilsuáhuga minn er að fá úrskýringar á eitthverju sem var og hvernig get ég haft það betra sem verður. Læra á kroppinn og þekkja líkamleg- og andleg einkennin ef þau koma upp. Við eldumst víst öll og gott að hafa lífsstílinn góðan og þar með bætta heilsu.

Ostalausa vikan - ostur salt Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. elísabet

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina  #lesistmeðþartilgerðumgleraugum

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.

Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...