Himnesk súkkulaðikaka

Himnesk súkkulaðiterta súkkulaðikaka terta kaka súkkulaði besta signý jóna hreinsdóttir
Himnesk súkkulaðiterta

Himnesk súkkulaðikaka

Uppskriftin, sem kemur frá Signýju Jónu Hreinsdóttur, birtist í dagblaði fyrir nokkrum árum og er algjörlega skotheld og slær alltaf í gegn.

SÚKKULAÐITERTUR

.

Himnesk súkkulaðikaka

1 dl sterkt lagað kaffi
100 g hrásykur
100 g sykur
200 g smjör
300 g suðusúkkulaði í bitum (má vera 70%)
4 egg
1 dl hveiti

Setjið kaffið í pott og hitið aðeins. Blandið sykri, súkkulaði og smjöri saman við og bræðið allt saman á vægum hita þannig að blandist vel.
Hrærið eggjum vel saman við blönduna. Að síðustu er hveitið sett út í.
Klæðið lausbotna kökuform (u.þ.b. 22 cm í þvermál) með bökunarpappír. Hellið blöndu í formið og bakið kökuna í um það bil 1 klst. við 170°C.
Kakan er frekar blaut í sér og bæði góð volg sem köld. Gott er að bera ávexti og þeyttan rjóma fram með henni.

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

.

Boðið var upp á himneska súkkulaðiköku í matarboði Guðrúnar Hörpu og Erlendar.

SÚKKULAÐITERTUR

— HIMNESK SÚKKULAÐITERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?