Auglýsing
Himnesk súkkulaðiterta súkkulaðikaka terta kaka súkkulaði besta signý jóna hreinsdóttir
Himnesk súkkulaðiterta

Himnesk súkkulaðikaka. Uppskriftin, sem kemur frá Signýju Jónu Hreinsdóttur, birtist í dagblaði fyrir nokkrum árum og er algjörlega skotheld og slær alltaf í gegn.

SÚKKULAÐITERTUR

Auglýsing

Himnesk súkkulaðikaka

1 dl sterkt lagað kaffi
100 g hrásykur
100 g sykur
200 g smjör
300 g suðusúkkulaði í bitum (má vera 70%)
4 egg
1 dl hveiti

Setjið kaffið í pott og hitið aðeins. Blandið sykri, súkkulaði og smjöri saman við og bræðið allt saman á vægum hita þannig að blandist vel.
Hrærið eggjum vel saman við blönduna. Að síðustu er hveitið sett út í.
Klæðið lausbotna kökuform (u.þ.b. 22 cm í þvermál) með bökunarpappír. Hellið blöndu í formið og bakið kökuna í um það bil 1 klst. við 170°C.
Kakan er frekar blaut í sér og bæði góð volg sem köld. Gott er að bera ávexti og þeyttan rjóma fram með henni.

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

Boðið var upp á himneska súkkulaðiköku í matarboði Guðrúnar Hörpu og Erlendar.

SÚKKULAÐITERTUR

— HIMNESK SÚKKULAÐITERTA —