Himnesk súkkulaðikaka

Himnesk súkkulaðiterta súkkulaðikaka terta kaka súkkulaði besta signý jóna hreinsdóttir
Himnesk súkkulaðiterta

Himnesk súkkulaðikaka

Uppskriftin, sem kemur frá Signýju Jónu Hreinsdóttur, birtist í dagblaði fyrir nokkrum árum og er algjörlega skotheld og slær alltaf í gegn.

SÚKKULAÐITERTUR

.

Himnesk súkkulaðikaka

1 dl sterkt lagað kaffi
100 g hrásykur
100 g sykur
200 g smjör
300 g suðusúkkulaði í bitum (má vera 70%)
4 egg
1 dl hveiti

Setjið kaffið í pott og hitið aðeins. Blandið sykri, súkkulaði og smjöri saman við og bræðið allt saman á vægum hita þannig að blandist vel.
Hrærið eggjum vel saman við blönduna. Að síðustu er hveitið sett út í.
Klæðið lausbotna kökuform (u.þ.b. 22 cm í þvermál) með bökunarpappír. Hellið blöndu í formið og bakið kökuna í um það bil 1 klst. við 170°C.
Kakan er frekar blaut í sér og bæði góð volg sem köld. Gott er að bera ávexti og þeyttan rjóma fram með henni.

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

.

Boðið var upp á himneska súkkulaðiköku í matarboði Guðrúnar Hörpu og Erlendar.

SÚKKULAÐITERTUR

— HIMNESK SÚKKULAÐITERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta

Jarðarberja- og limeterta. Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.