Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

 

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs.

Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl og einnig náði hún einhvernveginn upp úr mér að mér hefði þótt og þykir enn saltaður matur góður – hún er að spá í af hverju ég sæki í það og er forvitin að sjá muninn á líkamanum mínum ef ég sleppi ostinum og sérstaklega ef ég vil bæta þarmaflóruna ennfrekar þá er gott að sleppa þessum veisluföngum um tíma, sérstaklega mygluostum sem hún vill meina að væru ekki góð næring fyrir flóruna. Síðan er hinn þátturinn og það er sykurlöngunin mín sem er stundum talsverð og kannski af því ég lifi og hrærist í matarstússi og smakki þá fæ ég mér oft eitthvað sem er of sætt – þess vegna ætlum við að prófa í næsta skrefi okkar að taka mataræði til að keyra niður sykurlöngunina og sjá hvernig ég bregst við því – hvort ég finni mun og þá hvernig.

Þetta er allt að verða mjög svo spennandi og skemmtilegt verkefni og ég er fullur af tilhlökkun enda skil ég allt aðeins betur núna með þessum útskýringum. Eina sem ég var að spá í – hvort hún sé skyggn ? eða bara les hún mann svona vel með því að heyra söguna. Ég mun komast að þessu smá saman hvað það er sem gerir þessa ráðgjöf svona öðruvísi og einstaklega spennandi.

Það sem er kannski skemmtilegast við þennan heilsuáhuga minn er að fá úrskýringar á eitthverju sem var og hvernig get ég haft það betra sem verður. Læra á kroppinn og þekkja líkamleg- og andleg einkennin ef þau koma upp. Við eldumst víst öll og gott að hafa lífsstílinn góðan og þar með bætta heilsu.

Ostalausa vikan - ostur salt Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. elísabet

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.