Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati SALAT sveppir bláberjasalt eggplant qinoa
Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

Eggaldin eru í miklu uppáhaldi hér um þessar mundir. Veit bara ekki hvernig þetta gæða-grænmeti gat farið framhjá mér svo árum skiptir. Svo er eggaldinið hollt ekki síður en kínóa. Fjólublái liturinn á myndinni kemur af grófu bláberjasalti . Einfaldur, góður og hollur réttur sem tekur ekki svo langan tíma að útbúa. Þetta getur bæði verið aðalréttur eða meðlæti.

SALÖTEGGALDINSVEPPIRSPÍNATGRÆNMETI

.

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

2 stór eggaldin

4 msk góð olía

1 b kínóa

1 askja sveppir (250 g)

4 msk góð olía

1/2 rauð paprika, skorin gróft

3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

2-3 lúkur ferskt spínat

2 dl fetaostur

salt og pipar

Skerið eggaldin í frekar grófa bita. setjið í skál og hellið olíu yfir. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, eggaldinið á og bakið við 180°C í um 20 mín.

Skolið kínóa og sjóðið. Saxið sveppina gróft og steikið í olíu bætið við papriku og hvítlauk. Látið malla á lágum hita í nokkrar mínútur. Setjið eggaldi, spínat og feta út í og kryddið með salti og pipar.

SALÖTEGGALDINSVEPPIRSPÍNATGRÆNMETI

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".