Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta kókosbollueftirréttur eftirréttur desert Kókosbollur, kókosbollusæla, sítrónusmjör, lemon curd, Nóa Kropp, jarðarber, ávextir, Kolla Ómótstæðileg kókosbollusæla – völu kókosbollur það er engin leið að hætta
Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla 

Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

Þessi kókosbollusæla er mjög mjög góð og eiginlega ekki nokkur leið að hætta – svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín).

Guðný Steinunn, Vilborg, Stína Ben, Esther, Árdís, Bergdís, Ragnheiður, Steinunn, Gúddý, Vildís
Prúðbúnar konur í Vinkvennakaffi

Það getur verið mikil kúnst að halda boð og láta allt ganga upp, nú er ég ekki að segja að ég sé fullkominn í þessu – langt frá því. Til þess að veislur gangi vel fyrir sig er mikilvægt að undirbúa allt eins vel og hægt er – auðvitað sjáum við ekki allt fyrir, við vitum t.d. ekki hvaða stefnu umræður í boðinu taka.

Hvar á hver að sitja? Hver kannast ekki við að setjast niður „hjá sínu fólki”, þar finnum við öryggi og okkur líður vel. Stundum á það við. Það er líka fínt að blanda eins og hægt er þannig kynnist fólk. Í dömuboðinu í ár var leikur, ég tók eitt orð úr nýjustu færslunni þeirra á fasbókinni, skrifaði það á sitt hvorn miðann. Annar miðinn fór við fyrirdiskinn en hinn í skál. Síðan dróu þær miða og fundu miða með sama orði á og settust þar. Aftan á miðanum á borðinu stóð frá hverri orðið var. Síðan fórum við hringinn, hver og ein las sinn miða og sú sem átti orðið og færsluna sagði frá henni. Fínn ísbrjótur og allnokkrar umræður um færslurnar.

Auk kókosbollusælunnar var með kaffinu upprúllaðar pönnukökur, saltfisksnittur, döðlu-pestósalat, avókadóterta og ananassalsa.

.

VINKVENNAKAFFIANANASSALSASALTFISKSNITTUR — PÖNNUKÖKUR — DÖÐLUPESTÓSALAT — AVÓKADÓTERTA — KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR

.

Ómótstæðileg kókosbollusæla

ca 12-14 makkarónukökur
1 dl sérrý
1/3 tsk salt
1/4 l rjómi
4 kókosbollur
1/2 marengsbotn, brotinn gróft
1 mangó, skorið í bita
1 pera, skorin í bita
1 msk sítrónusafi
1 ds fersk jarðarber
1 b vínber
2-3 msk sítrónusmjör
1/2 b Nóa kropp

Brjótið makkarónur í tvennt, raðið í botninn á formi. Hellið sérrýinu yfir og stráið salti þar yfir. Stífþeyrið rjómann, bætið saman við kókosbollum, ávöxtum og sítrónusafa. Blandið saman við með sleif. Setjið yfir makkarónukökurnar. Dreifið úr sítrónusmjörinu yfir.

Skreytið með vínberjum og Nóa kroppi. Látið standa í 2-3 klst áður en hún er borin á borð.

Áður en við settumst til borðs var skálað í laxableiku J.P.Chenet Ice Edition freyðivíni og með kökunum var Sandeman sérrý það sama og ég notaði í uppskriftina hér að neðan.

.

VINKVENNAKAFFIANANASSALSASALTFISKSNITTUR — PÖNNUKÖKUR — DÖÐLUPESTÓSALAT — AVÓKADÓTERTA — KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Chai te

Chai te er allra meina bót og virkar einnig fyrirbyggjandi. Hér á bæ fáum við okkur Chai te við og við og vetur hefur okkur ekki orðið misdægurt - hvort sem það er teinu að þakka eða öðru.

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.