Auglýsing
Ananassalsa - litfagurt og hollt salat ananas á föstudegi ananas á föstudögum salat  ferskur
Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat. Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að útbúa þetta holla salat. Sætt ananasbragðið passar vel með kóríander og chili. Salatið hentar með kjúklingaréttum, fiski eða sér með stökkum flögum. Ef þið viljið hafa það sterkara þá er um að gera að saxa ferskt chili. Salatið er tilbúið um leið og búið er að blanda því saman og fylla ananasinn.

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

Auglýsing

1 heill ananas

1 b söxuð paprika, helst rauð og appelsínugul

1 b saxaðir tómatar

1/3 b kóríander

1/4 b saxaður vorlaukur eða rauðlaukur

2-3 msk sítrónusafi

smá chili

salt og pipar

Skerið ofan af ananasinun, síðan hann í tvennt og takið innan út honum. Hendið harða hlutanum í miðjunni og skerið hitt í bita og láti leka af þeim á sigti. Hvolfið ananasbátunum og látið leka úr þeim ef einhver safi er þar. Blandið saman í skál ananasbitum, papriku, tómötum, kóríander, vorlauk, sítrónusafa, chili, salti og pipar. Fyllið ananasbátana