Brúskettur með tómat og basil

Brúskettur með tómat og basil súrdeigsbrauð Silla ítalía ítalskur miðjarðarhafið tómatar
Brúskettur með tómat og basil

Brúskettur með tómat og basil

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Í matarboðinu komu Ítalía og sítrónur mikið við sögu. „Að halda veislu með þema getur verið sérlega skapandi og ánægjulegt, til dæmis er hægt að fá hugmyndir með því að fletta upp nokkrum myndum eftir Matisse, þar sem hann málar sítrónur af kátínu! Við byrjum hins vegar á tómat- og basil brúskettu, svona til að hafa afsökun til að drekka freyðivín!!” segir útvarpskonan geðþekka.

— SIGURLAUG MARGRÉT ÍTALÍABRÚSKETTUR

.

F.v. Sigrún Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Bryndís Christensen, Ragnheiður Thorsteinson, Gígja Tryggvadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir og Albert Eiríksson
Sigrún, Bergþór, Bryndís Christensen, Ragnheiður, Gígja, Sigurlaug Margrét og Albert

Brúskettur með tómat og basil

Gott súrdeigsbrauð, grillað eða ristað mjög vel

ferskir, íslenskir tómatar

handfylli af basil

góð ólífuolía

gróft salt.

Fræhreinsið tómatana og skerið í litla bita, setjið í skál. Blandið basil saman við og látið bíða örlitla stund.
Ristið eða grillið brauðið. Nuddið hvítlauk á það, setjið tómatana ofan á og látið góða ólífuolíu drjúpa ofan á, ásamt salti.

„Að halda veislu með þema getur verið sérlega skapandi og ánægjulegt, til dæmis er hægt að fá hugmyndir með því að fletta upp nokkrum myndum eftir Matisse, þar sem hann málar sítrónur af kátínu! Við byrjum hins vegar á tómat- og basil brúskettu, svona til að hafa afsökun til að drekka freyðivín!!”

.

— SIGURLAUG MARGRÉT ÍTALÍABRÚSKETTUR

— BRÚSKETTUR MEÐ TÓMAT OG BASIL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.