Brúskettur með tómat og basil
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.
Í matarboðinu komu Ítalía og sítrónur mikið við sögu. „Að halda veislu með þema getur verið sérlega skapandi og ánægjulegt, til dæmis er hægt að fá hugmyndir með því að fletta upp nokkrum myndum eftir Matisse, þar sem hann málar sítrónur af kátínu! Við byrjum hins vegar á tómat- og basil brúskettu, svona til að hafa afsökun til að drekka freyðivín!!” segir útvarpskonan geðþekka.
— SIGURLAUG MARGRÉT — ÍTALÍA — BRÚSKETTUR —
.
Brúskettur með tómat og basil
Gott súrdeigsbrauð, grillað eða ristað mjög vel
ferskir, íslenskir tómatar
handfylli af basil
góð ólífuolía
gróft salt.
Fræhreinsið tómatana og skerið í litla bita, setjið í skál. Blandið basil saman við og látið bíða örlitla stund.
Ristið eða grillið brauðið. Nuddið hvítlauk á það, setjið tómatana ofan á og látið góða ólífuolíu drjúpa ofan á, ásamt salti.
.
— SIGURLAUG MARGRÉT — ÍTALÍA — BRÚSKETTUR —
— BRÚSKETTUR MEÐ TÓMAT OG BASIL —
—