Auglýsing
Brauðsúpa Rúgbrauðssúpa Björg Hjelm Lára Sigurjónsdóttir Vigga Fáskrúðsfjörður
Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.

#2017Gestabloggari39/52SÚPURBRAUÐSÚPUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Björg Hjelm Fáskrúðsfjörður
Björg Hjelm

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga

ca 500 gr rúgbrauð

500 ml malt

smá vatn

tvær kanillstangir

ein tsk salt

safi úr hálfri sítrónu

1 dl rúsínur.

Brjótið rúgbrauðið niður í grófa bita og hellið maltinu yfir. Látið bíða í ísskáp yfir nótt. Setjið í í pott ásamt vatni, kanil, salti, sítrónu og rúsínum og látið malla við mjög vægan hita í ca tvo tíma.

Fjóla þorsteinsdóttir
Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Ljósmyndir: Fjóla Þorsteinsdóttir

.

#2017Gestabloggari39/52SÚPURBRAUÐSÚPUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— RÚGBRAUÐSÚPA LÁRU VIGGA —

.

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.