Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Kvennaskólinn hóf starfssemi á Blöndósi árið 1901 og ellefu árum síðar var þetta tignarlega skólahús við Blöndu tekið í notkun en áður starfaði skólinn á Ytri-Ey. Kvennaskólinn á Blönduósi var starfræktur til 1978. Núna er í Kvennsskólahúsinu starfrækt örðuvísi þekkingarsetur en áður. Þar er vinnuaðstaða sérfræðinga, skrifstofa Þekkingarseturs og Textílsetursins. Þá er í húsinu alþjóðleg textíllistamiðstöð og kennslueldhús grunnskólans – það sama og matreiðslunámskeiðið var haldið í.

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi mámskeið eldamennska eldun gaman saman hópefli Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi Kári kárason Kvennaskólinn á blönduósi blönduós  1957-1958 Hulda Steinsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Gúrkusalat

Gúrkusalat. Í Þýskalandi er algengt að útbúa grænmetissalat út einni tegund grænmetis. T.d. radísum, gulrótum, kartöflum og gúrkum. Uppistaða dressinganna í þessum salötum er yfirleitt edik, olía, rjómi og krydd.